föstudagur, 31. október 2003

Í kvöld fór ég í göngutúr út í sjoppu, bónus video nánar tiltekið. Ég klæddi mig skemmtilega upp með hanska og húfu vegna þess að nýlega snjóaði, fór svo í nýlegu skónna mína sem munu taka við af hinum þriggja ára sem ég geng ennþá í að staðaldri. Við þetta bætti ég svo ferðageislaspilara sem ég setti í úlpuvasann, stakk Nick Cave disknum The good son í og setti höfuðtólin í eyrun á mér. Ég rölti svo af stað, kem við í Bónus Videó, kaupi mjólk og passa að vera búinn að taka höfuðtólin úr eyrunum á mér áður en inn í verslunina er komið. Ég rölti svo í makindum mínum til baka með höfuðtólin í eyrunum, lúkur fullar af mjólkurfernum og stærðarinnar bros á vör. Þegar ég svo kom að horni Tunguvegs fer ég aðeins að hugsa og átta mig á því að ég hafði steingleymt að ýta á play þegar ég lagði af stað frá Tunguvegi ca 20 mínútum áður. Ég snarstoppaði því, setti diskinn af stað og hlustaði á fimm sekúndur af Foi Na Cruiz áður en ég kom heim, sár og bitur yfir eigin heimsku.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.