Þá hefur Jón Arnór Stefánsson spilað sinn fyrsta æfingarleik með Dallas Mavericks í NBA deildinni. Leikurinn var gegn Orlando Magic og sigraði Dallas. Jón stóð sig með stakri ópríði en hann skoraði 2 stig (úr einu af sjö skotum), með 2 fráköst og 3 villur á 18 mínútum. Ég vona að þetta hafi bara verið taugarnar. Hér getið þið skoðað tölfræðina úr leiknum.
Betra að taka það fram að aðdáun mín á Dallas Mavericks er engin heldur aðhyllist ég Utah Jazz ennþá og þangað til dauðinn aðskilur okkur.
Utah Jazz unnu annars Dallas í gær frekar öruggt þar sem Jón spilaði ekkert. Hér er tölfræðin úr þeim leik.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.