Í gærnótt, um klukkan 1:30, áður en ég fór að sofa náði ég að bæta metið mitt í vatnsþambi. Áður fyrr þambanði ég lítra af vatni á tveimur tímum en í þetta skiptið náði ég því á 5 mínútum. Strax á eftir tannburstaði ég mig og stökk í rúmið án þess að hafa hugmynd um hvað ætti eftir að gerast um nóttina. Um klukkan 4 vaknaði ég við að ég gat mig hvergi hreyft þar sem ég hafði einhvernveginn náð að taka undirstoðir úr tréi (ca 5 kg hver) og leggja á bringuna á mér fyrr um nóttina. Ekki nóg með að gjörningur þessi sé algjörlega út í hött og gerður óvitandi þá voru þær undir stafla af fötum sem hafði greinilega verið raðað snyrtilega aftur á flötinn.
Allavega, þegar ég fjarlægi þetta svo af bringunni finn ég að þörfin til að kasta af mér vatni er svo yfirþyrmandi að ég get ekki framkvæmt neinar snöggar hreyfingar. Ég var því ca 5 mínútur á leið á klósettið en þegar þangað kom var sælutilfinningin algjör.
Mæli með að drekka lítra af vatni rétt áður en þið farið að sofa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.