Gærkvöldið fór forgörðum en þá ætlaði ég mér stóra hluti. Hér er listinn sem ég útbjó, yfir það sem ég ætlaði mér um kvöldið:
1. Labba í sjoppu, kaupa mjólk og jafnvel leigja mér spólu.
2. Út að skokka.
3. Þvo þvott.
4. Elda.
5. Blogga um það hversu duglegur ég væri.
6. Snemma að sofa.
Þetta gerði ég:
1. Eldaði (mynd frá herlegheitunum).
2. Fór seint að sofa.
Ég tek mig þó til í dag og geri eitthvað af viti. Það byrjar ekki vel þar sem ég vaknaði klukkan 14:00, ca 4 tímum eftir á eftir áætlun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.