fimmtudagur, 16. október 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég lenti í skemmtilegri lífsreynslu fyrir nokkrum dögum síðan á meðan ég vann heimavinnu mína í stærðfræði einu sinni sem oftar í lærdómsherbergi einu sem staðsett er í HR. Inn gengu tvær lögulegar stúlkukindur og ilmurinn af þeim var svo yfirþyrmandi og ljúfur að ég tók á rás aftur í tímann, alla leið til 1986 ca þegar ég bjó í Trékyllisvík en þar fann ég þessa dásamlegu lykt síðast. Áður en ég vissi af voru liðnar 20 mínútur og stelpurnar farnar að stara á mig, enda ég standandi fyrir ofan þær, lyktandi af hárinu á þeim, óviljandi auðvitað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.