þriðjudagur, 14. október 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir þremur dögum fór ég snemma úr strætisvagninum á heimleiðinni til að koma við á hamborgarastað og fá eitthvað hamborgaratilboð með mér heim þar sem ég hafði ekkert heitt borðað í marga sólarhringa og dagur að kveldi kominn, en það er aukaatriði. Þegar inn var komið sá ég að það var ca 11 ára stelpa í afgreiðslunni með svuntu og svona klút um hausinn. Hún var semsagt að grilla hamborgara, en það er líka aukaatriði. Hún sagði, eftir að ég hafði beðið í tvær til þrjár mínutur: „Er búið að afgreiða manninn?“ við aðra afgreiðslustúlku sem var eflaust helmingi eldri. Við þetta klökknaði ég því þetta var í fyrsta skipti sem ég hef verið kallaður maður í staðinn fyrir strák eða piltung. Ég tók hamborgarann stuttu síðar, rakst í manninn sem hafði staðið fyrir aftan mig allan tímann (og baðst afsökunnar) og gekk restina af leiðinni heim í rigningunni, vitandi það að ég er loksins orðinn maður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.