laugardagur, 25. október 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er hinn árlegi LSD-dagur hjá strætóbílstjórum borgarinnar. Í morgun þegar ég gekk í stóru gulu rútuna og bjóst við að fá "haltu kjafti" hreitt í mig eftir að hafa boðið góðan daginn varð mér brugðið því bílstjórinn heilsaði mér með bros á vör og bætti svo við "gjörðu svo vel" eftir að ég sýndi honum kortið mitt. Ég ákvað að fylgjast með þessum bílstjóra í ferðinni og tók þá eftir að hann hagaði sér vægast sagt furðulega. Þegar komið var að krossgötum og annar strætó sást á horninu tók bílstjórinn sig til og vinkaði eins og hann ætti lífið að leysa, skælbrosandi og það sama gerði bílstjórinn í hinum strætónum. Ég dró svo áðurnefnda niðurstöðu, að í dag sé hinn árlegi LSD-dagur hjá strætóbílstjórum, þegar þessi umræddi bílstjóri skellihló að einhverju í útvarpinu. Ég þrýsti því strax á takkann, hljóp út öskrandi og gekk síðan væna vegalengd í skólann, tárvotur einu sinni sem oftar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.