Stærðfræðin hefur kennt mér að spá í framtíðina. Þannig er mál með vexti að í fyrstu viku skólans var taskan mín rúm tvö kílógrömm vegna textabóka, stílabóka, pennaveskis og öðru nytsamlegu. Síðan þá hef ég prentað út gríðarlegt magn af pappír og bætt við hinu og þessu. Í þessari viku (þriðju vikunni) er taskan orðin gróft áætlað níu kílógrömm. Með aðstoð stærðfræðinnar get ég dregið þá ályktun að taskan þyngist um sjö kílógrömm á tveggja vikna fresti. Þegar litið er til framtíðar með það til hliðsjónar fæ ég út að taskan verði rúmlega 47,5 kílógrömm í lok tímabils. Ég hóf fyrirbyggjandi aðgerðir um leið og þetta kom í ljós og keypti mér bakpoka sem heldur allt að 50 kílógrömmum án þess að bugast. Bakpokinn var talsvert dýr en þetta borgar sig þegar lengra er komið.
Takk stærðfræði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.