mánudagur, 8. september 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég og Óli fórum í World Class áðan að spila körfubolta og svo lyfta á eftir. Þar sáum við slatta af frægu fólki en ég ætla ekki að tala sérstaklega um fjöldann heldur um Kára Stefánsson sem var þarna, galvaskur. Það fyrsta sem hann segir við Óla þegar hann gengur upp að honum og vill komast framhjá er orðrétt: „Ekki vera fyrir mér því ég er í mjög vondu skapi í dag“. Við létum ekki á okkur standa og hlógum hátt og snjallt enda ekki á hverjum degi sem frægur kall talar við okkur. Þá fannst mér hann segja „Ég er ekkert að grínast hérna“ og það rann á okkur tvær grímur. Spurning hvort við hefðum verið barðir í hakk ef við hefðum hlegið aftur. Hann er samt örugglega fínn kall.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.