þriðjudagur, 30. september 2003

Eftir rúmlega klukkutíma skipulagsfund hjá ritnefnd veftímaritsins 'Við rætur hugans' hefur verið gerð tæmandi áætlun fyrir næstu vikuna. Hún er eftirfarandi:

Þriðjudagur(í dag): Læra fram á kvöld. Fara heim í sturtu og að sofa.
Miðvikudagur: Læra fram á kvöld. Fara heim í sturtu og að sofa.
Fimmtudagur: Læra fram á kvöld. Skila heimadæmum í stærðfræði. Fara heim í sturtu og að sofa.
Föstudagur: Læra fram á kvöld. Skila skilaverkefni fyrir bókhald. Fara heim í sturtu og að sofa.
Helgin: Læra báða dagana fram á kvöld eða nótt fyrir stærðfræðipróf.
Mánudagur: Fá mér að borða. Læra fram á kvöld fyrir stærðfræðipróf. Fara heim í sturtu og að sofa.
Þriðjudagur: Taka próf. Læra fram á kvöld. Fara heim í sturtu og að sofa.

Næsta vikuáætlun kemur út næsta þriðjudag og verður spennandi að vita hvernig hún verður. En óttist eigi, ég gef mér tíma til að færa dagbókarfærslur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.