Í kvöld sat ég sallarólegur í sófa heima í Fellabænum að horfa á sjónvarpið þegar ég tek eftir því að það er krakki að hlaupa fyrir utan húsið en í stofunni er stærðarinnar gluggi sem veitir mér það tækifæri að sjá allt sem fram fer fyrir utan. Ég hugsaði ekki mikið um þennan krakka í fyrstu en hann virtist hafa mjög gaman af því að hlaupa í kringum þetta hús því hann birtist mér á ca 20 sekúndna fresti. Eftir ca 4 mínútur voru krakkarnir orðnir 2, síðan 4, og þegar þeir voru orðnir amk 12 var mér hætt að standa á sama. Ég fór að fylgjast með þessu og alltaf virtist ætla að bætast við krakkar í hópinn. Ég tók því á rás, í bílinn og beinustu leið heim í kjallarann. Ef einhver getur sagt mér hvað þarna var á seyði, vinsamlegast hafið samband.
Svo getur auðvitað líka verið að ég hafi sofnað við sjónvarpið og bara dreymt þetta.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.