fimmtudagur, 14. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vaknaði í nótt kl 4 ca í þeirri trú að ég væri útataður í roðamaur, þessum litlu rauðu sem eru í öllum gluggum. Ég tók mig til og dustaði mig allan, hristi sængina og kodda og var mjög óhress með þetta ástand. Eftir einhvern tíma áttaði ég mig á að þarna voru engir roðamaurar heldur aðeins ég að ganga af göflunum. Ég snéri mér þó við í rúminu, til að vera alveg viss um að ég yrði ekki fyrir árás þrátt fyrir að vera góða 2 metra frá næsta glugga auk þess sem rúmið mitt snertir hvergi vegg. Frábært hvað maður getur verið heimskur á næturnar og nývaknaður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.