miðvikudagur, 6. ágúst 2003

Ég held að það sé tímabært að fara yfir peningalegu hlið helgarinnar sem nýlega leið svo undurfljótt. Það er alltaf auðveldara að vega og meta skemmtanagildi helganna í gegnum peninga.
Hefst þá upptalningin.

Rekstrargjöld ferðar:
kr. 4.554 ÁTVR: áfengi.
kr. 2.500 Olís: eldsneyti notað í ferðina. Áætluð upphæð.
kr. 2.643 Olís: Ýmis smákostnaður; rafhlöður og flr.
kr. 3.044 KHB: Matur, áhöld og smá fatnaður.
kr. 2.000 Fjarðaborg: Ball á laugardagskvöld.
kr. 425 Kaupfélag Borgfirðinga: Matur ýmiskonar.
-----------------------
kr. 15.166 alls

Rekstrarhagnaður ferðar:
kr. 1.000 Bylgja: Keypti af mér pela + bensín.
kr. 1.000 Einhver: Keypti af mér notaðan ballmiða fyrir utan ball.
kr. 1.000 Videóflugan: Sparaði mér þennan videospólupening.
-----------------------
kr. 3.000 alls

Afkoma: kr. -12.166.

Fyrir afkomuna fékk ég miðlungsdjamm á föstudaginn og, sökum slappsleika, lélegt djamm á laugardaginn. Einnig fékk ég viðurnefnið 'sultan', sá heilt fótboltamót á laugardeginum og varð vitni að skemmtilegri leiksýningu aðfaranótt sunnudags. Allt þetta fyrir kr. 12.166. Geri aðrir betur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.