föstudagur, 22. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrstu tveir dagarnir af skólanum mínum búnir og ég hef ekki lært nokkurn skapaðan hlut. Ástæðan er auðvitað sú að ég fer ekki í skólann fyrr en á mánudaginn eftir að hafa eytt sunnudeginum í að keyra til Reykjavíkur í góðum félagsskap Jökuls mikla meistara og ca 500 kg af drasli. Þessa fyrstu tvo daga hefur fólk bara notað tímann í grillveislur og sprell ásamt því að fá lykilorð og aðgangskort að húsinu er mér sagt. Það verður fyndið að sjá mig á mánudaginn spái ég, í lopapeysunni, vaðstígvélunum og með ullarhúfuna reynandi að komast inn í skólann um leið og ég fer með einhverja vísu eða hávamál. Næsta vika verður skrautleg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.