Fyrsti skóladagurinn að baki sem betur fer. Hann byrjaði á því að ég vaknaði að drepast í öðru auganum, ótrúlegt nokk. Úr því lak svo saltvatn allan daginn sennilega vegna þess að ég er með vott af kvefi. Í skólann mætti ég gleraugnalaus og auðvitað settist ég aftast í hugsunarleysi þannig að ég sá ekkert. Ég gleymdist í kerfinu hjá Háskóla Reykjavíkur þannig að ég fékk ekkert lykilorð að tölvunum en því var kippt í liðinn aðeins svo ég gæti uppgötvað að netið lá niðri. Núna er hausverkur að hrjá mig og kvöldið algjörlega óplanað. Ég mun líklega ekki lesa heima fyrir skólann þar sem ég er ekki með bækurnar þessa stundina og ég rata ekkert hérna svo ég verð sennilega heima.
Afsakið mig annars þessa dagana. Færslur munu koma inn þegar ég hef tíma og aðstöðu en nú skrifa ég úr eldhúsi Tunguvegs 18. Innan örfárra daga mun ég fá mitt eigið herbergi og þá get ég farið að gera eitthvað sniðugt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.