miðvikudagur, 6. ágúst 2003

Enn einn DVD diskurinn hefur bæst í safnið hjá mér en í gær fékk ég í pósthólfið mitt myndina Dumb and dumber sem ég hafði nýlega keypt mér á kr. 1.000 á uppboðsvefnum ebay.com. Ég hafði lengi barist um þessa mynd en rakst loks á mann sem vildi selja diskinn eftir að hafa horft á hann einu sinni. Ég bauð einn í diskinn því enginn vill notaða vöru á ebay, aðeins stolna.

Í gærkvöldi horfði ég svo á myndina en hana hef ég séð oftar en flestar aðrar myndir. Hún er alltaf jafn góð auðvitað þó að tískan í myndinni sé að verða hallærisleg smámsaman. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá fjallar myndum um tvo fáráðlinga sem ákveða að keyra yfir þver bandaríkin til þess eins að hitta kellu og skila henni tösku, sem hún skildi eftir fyrir mannræningja. Jim Carrey hefur aldrei verið fyndnari. Úr myndinni eru klippt nokkur atriði sem ég sakna svolítið, þar á meðal atriðið þegar vitleysingarnir taka mexíkóana upp í hjá sér og syngja mockingbird saman. Mjög illa klippt líka, heyrist vel á tónlistinni. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum en fjórar ef hún hefði ekki verið klippt til.

Aukaefnið á disknum er ótrúlega lélegt. Nokkrar kyrrmyndir sem teknar eru ýmis í stúdíói eða við tökur á myndinni auk kynningarmyndbands sem sýnt var í bíóhúsum. Einnig er hægt að lesa um feril aðalleikaranna, eitthvað sem enginn hálfvita maður eins og ég hefur áhuga á. Aukaefnið fær hálfa stjörnu.

Alls fær diskurinn tvær og hálfa stjörnu. Góð kaup fyrir þúsara.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.