mánudagur, 28. júlí 2003

Það var þennan dag (28. júlí) fyrir 25 árum sem hjón búsett á Eskifirði eignuðust sitt annað barn. Barnið var 58 sentimetrar og feikilega ófrítt en þau ákváðu samt sem áður að halda því í þeirri veiku von að árin gætu hjálpað. Barnið hlaut nafnið Finnur Torfi en var síðar breytt í finnur.tk. Útlitið hefur ekki skánað en sentimetrarnir aukist um ca 134. Finnur.tk tekur á móti hamingjuóskum hér allan sólarhringinn. Gjafir í formi ástúðar eru líka vel þegnar.

Í tilefni af því að aldarfjórðungur er liðinn frá fæðingu minni hef ég ákveðið að mæta í vinnunna og á körfuboltaæfingu um kvöldið. Hver veit nema ég splæsi á mig mjólkurhristingi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.