sunnudagur, 20. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um klukkan 2 í gærnótt þegar ég keyrði heim frá móður minni þar sem ég horfði á myndina 'Joy ride' eða 'unaðsreið', varð ég fyrir talsverðu áfalli. Ég keyrði að sjálfsögðu á löglegum hraða, með beltið spennt og í góðum gír (á sjálfskiptum bíl og persónuleika) þegar ég horði í augun á smáfugli sem þvældist á veginum í myrkrinu. Ég snarhemlaði auðvitað en heyrði þá dinkinn undir bílnum og stoppaði í framhaldinu. Þarna hafði ég myrt sárasaklausan fugl sem eflaust átti fjölskyldu og drauma. Ég ýtti líkinu í grasið við hliðinni á veginum og hélt áfram för minni en núna á aðeins 30-40 km hraða og með tárin í augunum. Það borgaði sig líka því ca tveimur mínútum síðar sá ég annan dauðskelkaðan fugl á veginum, snarhemlaði og í það skiptið náði hann að fljúga í burtu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.