þriðjudagur, 22. júlí 2003



Sumarleikurinn er hafinn!


Í dag ætla ég að hleypa af stað sumarleik veftímaritsins 'Við rætur hugans' en hann felur í sér að þið nefnið einhverja peningaupphæð hér í ummælunum fyrir neðan og skuldbindið ykkur til að greiða mér þá fjárhæð en aðeins ef þið eigið hæstu upphæðina. Fyrir þann sem nefnir hæstu töluna eru vegleg verðlaun í boði: Glænýr Toyota Corolla árgerð 1980 með bilaða sjálfskiptingu, gegn því að hann verði sóttur.

Í megindráttum er þetta semsagt svona:

1. Nefnið einhverja fjárhæð. Má hækka upphæðina ótakmarkað og eins oft og þið viljið.
2. Ef þið eruð með hæstu upphæðina í lok júlí (31.júlí kl 23:59) þá greiðið þið fjárhæðina.
3. Sækið bílinn. (Honum fæst ekki skilað)

Þarmeð hefst sumarleikurinn. Byrjið að nefna tölur!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.