Þá er komið að fréttum.
Í fréttum er þetta helst:
Óli Rúnar Jónsson, fyrrum (verri) helmingur útvarpsþáttarins 'Riddarar skákborðsins' og núverandi gítarleikari 200.000 dónaleg haust hefur nýlega gert hundruða króna samning við stöð 2 um að lesa inn á teiknimyndir. Hann hefur nú þegar lesið inn fyrir fyrir einn karakter í einu atriði en það er á huldu hvaða teiknimynd það er. Einnig er það óvitað hvaða karakter það er sem fær rödd Óla. Þegar fréttasnápur veftímaritsins 'við rætur hugans' hitti Óla á messenger nýlega sagðist Óli vera mjög spenntur fyrir þessu og ætlaði hann að taka þáttinn upp og sýna gestum og gangandi. Óvíst er hvort hann lesi inn á fleiri teiknimyndir því fréttasnápurinn gleymdi að spyrja. Fréttasnápurinn hefur því verið rekinn.
*Brotnandi frétt / breaking news*
Rétt í þessu var Finnur fulltrúi (ég) að finna tvö blöð á vitlausum stað í möppu einni sem hann hugðist raða í. Hann hélt þó ró sinni, tók blöðin varlega úr og setti á réttan stað áður en hann fékk mjög vægt taugaáfall. Það er þó ekkert sem vatnssopi læknar ekki að sögn vakthafandi læknis. Líðan Finns er eftir atvikum góð.
Fréttum er lokið, að eilífu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.