Aldrei um ævina hef ég verið jafnþreyttur og ég var í morgun þegar ég vaknaði. Eftir að hafa ýtt amk 10 sinnum á endurvakningu á gemsanum (með 3 vekjara í gangi þar í einu) dreif ég mig á lappir kl 7:55 sem er óvenju seint fyrir mig. Mér finnst mjög líklegt að þetta tengist körfuboltaæfingunni í gærkvöldi en þar hljóp ég sem aldrei fyrr og gat bókstaflega minna en ekkert. Ég svitnaði því sem samsvarar ársforða 250 kg manneskju af majónesi og ekki lagaðist þreytan eftir að ég neyddi sjálfan mig til að lesa fréttablaðið til kl 1:30 í gærnótt.
Ég er of þreyttur til að segja eitthvað asnalegt í lokin.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.