fimmtudagur, 12. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um daginn áttaði ég mig á því að teppið sem ég ligg iðulega undir við sjónvarpsgláp er jafnt á allar hliðar. Alltof mörgum tímum hef ég eytt í að snúa teppinu í marga hringi til að láta fara betur um mig, spyrjandi sjálfan mig hvernig ég nái alltaf að velja vitlausa hlið til að liggja undir. Það vill svo skemmtilega til að ég uppgötvaði þetta við að horfa á fyrri hálfleik Íslands gegn Litháen, rétt eftir að ég fleygði teppinu á gólfið röflandi eitthvað óskiljanlegt. Hver er það svo sem hannar teppi sem eru einn og hálfur metri á hvora hlið? Það gera 2,25 fermetra sem er óþarfa eyðsla þegar mun betra teppi er hægt að búa til úr aðeins tvemur fermetrum, eða 2x1 metra. Það er augljóst að einhver hefur verið í starfsfræðslu í teppagerðarverksmiðjunni þegar þetta teppi var hannað mér til mikillar gremju.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.