miðvikudagur, 18. júní 2003

Til að fagna því að ég las Harry Potter bókina um leyniklefann ákvað ég að vera góður við sjálfan mig og leigði mér myndina. Ég horfði svo á hana í gærkvöldi og mér til mæðu varð hún ca klukkutíma lengri en ég bjóst við, sem orsakaði að svefn minn styttist um ca 21,4 prósent. En að myndinni. Hún er frekar drungaleg miðað við barnamynd, farið er nánast algjörlega eftir bókinni og leikararnir standa sig að mestu vel fyrir utan kannski Harry sjálfan sem virðist ekki vita hvernig hann á að vera stundum. Myndin fær 3 stjörnur af 4 hjá mér. Ég er nú þegar byrjaður á fjórðu bókinni.

Bannað innan 15.
Þá á þungu nóturnar, fundist hefur nektarmynd af Monica Belucci. Ég þakka vörubílstjóranum Benna sem sendi inn þennan hlekk. Takk Benni, þú ert uppáhaldsvörubílstjórinn minn (hann bað mig um að skrifa þetta).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.