sunnudagur, 22. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í sólskininu í gær og blíðunni ákvað ég að horfa á myndbandsspólu sem innihélt myndina Swimfan. Ég tók þessa mynd í fljótfærni þar sem alltof mikið af fólki var komið inn á vídeóflugu Kidda og hitinn kominn langt uppfyrir velsæmismörk. Myndin fjallar um piltung sem hefur dálæti á því að synda ásamt því að njóta ásta með sinni unnustu þegar ný stelpa flytur í bæinn. Eitt leiðir af öðru sem leiðir af sér þriðja og svo framvegis. Ég er þónokkuð feginn því að hafa leigt myndbandið því sagan er góð en það sem ég tók sérstaklega vel eftir var að hún er mjög vel leikin. Uppsetningin er frumleg og skemmti ég mér konunglega við að horfa á myndina. Hún fær 3 stjörnur af 4, en einu gallar myndarinnar er klisjukenndur endir og nafnið á myndinni en það er ofboðslega lélegt. Jesse Bradford mun að öllum líkindum ná langt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.