þriðjudagur, 10. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn pirraður og í dag. Fyrir utan að sofna ekki fyrr en kl ca 3 í nótt, sofa yfir mig og mæta of seint í vinnu, sem veldur því að ég verð að vinna aðeins lengur í dag en ella, þá hefur mig klæjað mikið í litlu tá, nefið og hægra eyra. Auk þess fékk ég smásár á putta og hefur verið að blæða úr honum annað slagið á verstu tímum, mar sem ég fékk í körfubolta fyrir 2 dögum við mjöðmina er mikið að angra mig og hárlokkur á hausnum á mér lætur ekki að stjórn. Myndasíðudjöfullinn virkar ekki og nærbuxurnar sem ég er í eru þannig hannaðar að þær færast smámsaman upp líkamann og eru þær staðsettar rétt fyrir neðan háls þegar þetta er skrifað. Þá tel ég ekki upp endalausu örlitlu smáatriðin eins og pínulitlu fluguna sem flögrar á skjánum og algjörlega ómögulegt er að ná og gatið á sokknum sem ég uppgötvaði of seint. Þessi dagur fer í sögubækurnar fyrir það eitt að öll pirrandi smáatriði alheimsins tóku sig saman og réðust á mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.