föstudagur, 6. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mikið óskaplega sakna ég 10-11 hérna á Egilsstöðum. Þegar verslunin hætti í lok síðasta árs hlakkaði í mér vegna þess að hin stórmerkilega verslun Bónus átti að koma í staðinn. Nú þegar rúmlega hálft ár er liðið af Bónusveldinu þá hef ég áttað mig á því hversu mikið ég sakna 10-11. Þar gat ég farið í rólegheitum á nánast hvaða tíma sem er, skoðað og spáð í vörunum án þess að vera fyrir neinum. Í Bónus er hinsvegar ekki hægt að skoða nokkra vöru án þess að lenda í slagsmálum við brjálaðar húsmæður frá fjörðunum eða vænusjúka öryrkja á Héraði, hvað þá rölt í rólegheitum. Fyrir utan ömurlegan opnunartíma þá er verslunin svo þröng að feitt eða fótstórt fólk á erfitt með að feta sig og vörurnar eru að mestu leiti drasl eða meingallaðar. Af hverju í ósköpunum ætti ég að vilja versla þarna? Fyrir að spara kannski 100 eða 200 kall? Samfara því (fuck that). Nú versla ég í Hraðbúðinni og er snöggur að því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.