fimmtudagur, 26. júní 2003

Í hádeginu í dag snaraði ég fram dýrindis máltíð og nú skal ég kenna ykkur vitleysingunum hvernig það skal gera. Ég ætti samt að vara ykkur við, þetta er það flóknasta sem ég hef eldað um ævina og óvíst hvort fólk geti framkvæmt þetta án þess að slasa sig. Í þetta sinn eldaði ég saltkjöt í baunasúpu með hvítlauksbraði, appelsínusafa (freyðandi) og súkkulaðieftirrétt.

Til að elda svona máltíð þarf eftirfarandi:

Saltkjöt í baunasúpu:
Baunir
grænmeti ýmiskonar (gulrætur og flr)
saltkjöt
smá beikon (forsteikt)
vatn
salt

Hvítlauksbrauð:
Hveiti
Ger
Vatn
Hvítlauksolía

Súkkulaðieftirréttur:
Súkkulaði
kex
Kókosmjöl

Leiðbeiningar:
Aðalréttur:
Takið 1944 réttinn 'saltkjöt og baunir' úr umbúðunum og stingið gat á filmuna. Setið hann í örbylgjuofn í 3 mínútur, mestum hita. Takið úr örbylgjuofni eftir 3 mínútur, fjarlægið plastfilmuna, náið ykkur í skeið og borðið. Takið hvítlauksbrauðið úr umbúðunum og setjið í ofninn í 180° hita í ca 10 mínútur. Munið að taka brauðið úr ofninum eftir ca 10 mínútur, annars gæti farið illa. Ágætt er að borða brauðið með súpunni og kjötinu. Opnið appelsínudósina.
Eftirréttur:
Takið utan af kókossúkkulaðinu 'Flórída' og borðið með afgangs appelsíninu.

Þetta hljómar kannski flókið en er mjög einfalt í raun og veru. Farið varlega.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.