Ég hef tekið 2 skyndiákvarðanir síðasta sólarhringinn. Sú fyrri var að fara í teiti til Garðars og Bergvins í Sunnufellið, drekka og vera glaður en kl ca 22:30 var ég á leiðinni að leigja mér myndbandsspólu þegar Björgvin og Jón Bóndi náðu að lokka mig í hendur bakkus, bölvaðir drullusmellirnir. Í teitinu voru ca 300 manns, tefldar voru skákir, drykkir drukknir og brandarar sagðir án viðunandi árangurs. Síðan lá leið á ball með Stuðmönnum í Valaskjálf (en ekki á kaffi nielsen) þar sem drukkið var meira og ég lék á alls oddi að mér fannst. Allavega, ég sé eftir þessari ákvörðun, þeas að fara í partíið, því þetta kostaði mig of mikinn pening.
Seinni ákvörðunin var að fara á 17. júní hátíðarhöldin í Fellabæ þar sem stórkostleg skemmtiatriði voru á boðstólnum, eins og þegar Elli og einhver fóru að spila Twister fyrir framan alla í ca 10 mínútur. Enginn bandarískur línudans var þó sýndur eins og fyrir ca 4 eða 5 árum síðan. Ótrúlegt nokk þá sé ég ekki eftir þessari skyndiákvörðun.
Ég vil þakka eftirfarandi fyrir gærkvöldið: Garðari og Begga fyrir partíið, Einari Hróbjarti fyrir skákina, Ívari og vini hans fyrir að viðurkenna lestur á þessari síðu, stráknum sem skutlaði okkur á ballið, Elmari fyrir að spara mér pening og Eimskipum fyrir að styrkja þetta blogg.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.