miðvikudagur, 11. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er hálfleikur í leik Íslands gegn Litháen og þegar hefur heimsmet verið slegið. Íslendingum hefur ekki enn tekist að senda eina góða sendingu í öllum helvítis leiknum. Eitt eða tvö færi fengu þeir nú samt og skutu að sjálfsögðu langt framhjá. Þetta er versti fótbolti sem ég hef um mína aumu ævi séð. Á milli þess sem Íslendingar senda ömurlegar sendingar og Litháenar láta sig detta eins og aumingjar þá hef ég verið að öskra á sjónvarpið í hljóðeinangruðum kjallara, hlustandi á leiðinlegan aðstoðarlýsir sem notar orðið "vel" aðeins of mikið. Ef Ísland vinnur þennan leik þá skal ég gera eitthvað fáránlegt þeim til heiðurs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.