Í gær var enn einu sinni farið í körfubolta í íþróttahúsi Hallormsstaða. Tekinn var inn nýr hópur en í stað Sigfúsar, Hjálmars og Jökuls komu Árni Berúlfur, Skúli fógeti og Eiríkur Stefán. Körfuboltinn var stórskemmtilegur og spiluðum við í rúma 2 tíma að þessu sinni.
Og þá í allt annað. Ég var rétt í þessu að loka óvart einum af fjölmörgum gluggum í tölvunni sem ég vinn í í vinnunni en ég hef ekki hugmynd hvaða gluggi það var. Ekki laust við að skelfing hafi gripið um sig hjá mér. Hvað ef þetta var mikilvægur gluggi? Hvað ef þetta hafi verið eitthvað sem ég gæti þurft að nota síðar?
Þessi atburður er aðeins toppurinn af ísjakanum því það gerist ýmislegt neyðarlegt og/eða sniðugt í vinnunni sem þið fáið ekki að frétta, þangað til núna ykkur eflaust til mikillar gleði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.