miðvikudagur, 14. maí 2003

Ég held að Egils ölgerðin eigi skilið að fá heimsins bestu verðlaun fyrir markaðsetningu á Egils Kristal drykknum. Fólk á Ísland, af öllum stöðum í heiminum, er að borga ca 120-150 krónur fyrir hálfan lítra af kolsýrðu uppþvottavatni. Ég hef aldrei keypt Egils Kristal en fengið að bragða á þessum ósköpum einu sinni eða tvisvar. Þetta er einn versti drykkur sem ég hef smakkað um ævina á eftir kaffi sem alltaf mun halda fyrsta sætinu og Brennivíni. Þetta er að vísu hollt en vatn er það líka og það er hægt að fá ókeypis úr krönum landsins, án kolsýrunnar sem gerir uppþvottavatnið jafnvel verra.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.