Fór að lyfta í gær með Bergvini í fyrsta sinn í rúmlega mánuð. Þessi mánaðarhvíld má rekja til úlnliðsmeiðsla sem hafa hrjáð mig síðan ég fór í fótbolta síðast. Lærði ég í þessum lyftingum að úlnliðurinn er handónýtur en það þýðir ekki að gefast upp, sérstaklega þar sem ég keypti mánaðarkort eins og nefapi. Á þessum mánuði hef ég lést um 3-4 kg. Ágætis megrunarkúr það, að hætta að lyfta.
Ég hef líka ákveðið að í dag, eftir vinnu ætla ég að taka út spjallgluggann hérna til hægri og setja í staðinn könnunina sem er í gangi hverju sinni. Þeir sem hafa eitthvað við það að athuga geta annað hvort kveikt í sér í mótmælaskyni eins og erótísku munkarnir í Tíbet gerðu eða skrifað eitthvað í athugasemdirnar hérna fyrir neðan.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.