Mér líður ca svona núna. Í dag skal ég skokka, hvað sem það kostar.
Sá American Idol í gærnótt. Byrjunaratriðið vakti ógleði hjá mér því þá voru allir keppendur samankomnir, hvetjandi hermenn bandaríkjanna áfram í slátruninni í Írak sem stóð sem hæst þegar þessi þáttur var tekinn upp. Ég kyngdi ælunni og horfði áfram á. Þá kom að kafla þar sem allir keppendurnir sungu lagið 'What the world need now (is love, sweet love)' eftir Burt Bacharach. Skrítið að bandaríkjamenn skuli vera að syngja þetta lag, hálfgert friðarlag. Ég hugsaði með mér að kannski væri smá rökrétt hugsun í hausnum á þessum keppendum en nei, örstuttu seinna sungu allir lagið 'god bless america', jafn viðbjóðslegt og það hljómar og sumir grétu við að syngja það, sem fékk mig til að draga þá ályktun, enn eina ferðina, að bandaríkjamenn eru órökréttir í hugsun og heimskir með afbrigðum. En nóg um þetta. Þeir eiga ekki skilið þetta pláss sem ég gef þeim hérna í dagbókinni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.