Mikið sakna ég þess að vera lítill og ímyndunarveikur krakki. Þá þurfti ekki annað en að gefa manni lítinn matchbox bíl eða nokkra plasthermenn (tindáta eins og við kölluðum þá) og maður gat leikið sér tímunum saman, grenjandi úr hamingju. Það var líka ýmislegt sem ég ætlaði mér að gera þegar ég yrði fullorðinn. Þar á meðal var það verðuga verkefni á dagskrá að hræra mér heila skál af skúffukökusúkkulaðikremi og borða það allt einn. Auðvitað hef ég ekki framkvæmt það ennþá því ég á ekki hrærivél.
Botnlínan er sú að lífið er ömurlegt. Þegar þú ert lítill viltu ekkert heitar en að verða fullorðinn og þegar þú loksins verður fullorðinn er minningin um æskuárin það sem heldur þér gangandi.
Eins og þið sjáið á mér þá tapaði ég leik í championship manager rétt í þessu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.