Lagið 'Can't stop' með Red Hot Chili Peppers er ótrúlega magnað. Ekki nóg með að lagið sé einstaklega grípandi heldur er myndbandið meistaraverk sem fáir geta leikið eftir. RHCP er gott dæmi um hljómsveit sem tekur sig ekki of alvarlega, enda er tónlist ekki eitthvað sem skiptir mjög miklu máli.
Eurovision keppnin með stolna lagi Íslendinga í fararbroddi verður haldin í Lettlandi 24. maí næstkomandi. Að því tilefni verður að öllum líkindum samankoma við sjónvarpstækið þar sem ég verð búsettur, ef áhugi er fyrir hendi. Að sjálfsögðu verður ekkert nema ég verð í íbúð en sú leit stendur enn yfir. Frábært hvað er erfitt að finna íbúð hérna. Allavega, síðustu 3 ár hef ég verið með smá eurovision djamm þar sem áfengi hefur verið við hönd. Í öll skiptin hefur verið mjög góð stemning og góðar minningar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.