Í gærkvöldi gerðist ég djarfur og leigði mér spólu. Fyrir valinu varð myndin 'Joe Somebody' með Tim Allen í aðalhlutverki. Ástæðan fyrir vali þessu er sú að ég vildi leigja gamanmynd og þetta var sú eina sem var inni. Að sjálfsögðu var myndin ömurleg og hálf viðbjóðsleg á köflum. Eini plúsinn sem ég sé við þetta var að í henni var spilaður smá körfubolti, ömurlegur að sjálfsögðu en körfubolti samt. Sýnt var frá NBA og meira að segja úr höllinni sem ég fór í á sínum tíma. Samtölin voru vandræðaleg í flestum tilvikum og söguþráðurinn asnalegur. Hún fær 1/2 stjörnu fyrir viðleitni.
Í gær var farið í körfubolta á Hallormsstað. Það var ágætt, hefði geta orðið skemmtilegra. Vorum helst til of stutt þarna en það verður bætt úr því næst.
Í dag ætlum við Björgvin að kíkja á Borgarfjörð Eystri til pabba. Alltof langt síðan við fórum þangað síðast. Þá fær bifreið mín nýjasta að sanna sig í langferðum loksins. Ef það kemur ekkert meira á þessa síðu þá hefur hann ekki staðið sig.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.