laugardagur, 26. apríl 2003

Í gærkvöldi fór ég á gamanleikritið Stútungasaga í fylgd herramanns að nafni Jökull. Í leikritinu er gert grín að íslendingasögunum. Til að gera langa sögu stutta þá skemmti ég mér mjög vel, leikritið er fyndið og leikurinn hjá öllum mjög góður. Hálfdán Helgason stóð sig sérstaklega vel sem viðbjóðslegi biskupinn sem hló eins og Kjartan galdrakall úr strumpunum. Sýningin er líka gríðarlega vel gerð, búningar vel gerðir og útsetningin fín. Það má taka það fram að Björgvin bróðir minn leikur eitt aðalhlutverkið í þessu og stendur sig mjög vel. Leiðinlegt að hafa farið á þetta svona seint því aðeins 1 sýning er eftir og fer hún af stað eftir 5 mínútur þannig að það er tilgangslaust fyrir mig að mæla með þessu.
Ég ætlaði að taka myndavélina með á þetta en gleymdi henni auðvitað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.