fimmtudagur, 17. apríl 2003

Í gær heyrði ég í merkum manni í útvarpinu. Tekið var viðtal við engan annan en Jón nokkurn Bónda frá Hofi um ferð VA til álvers í Danmörku í síðustu viku. Jón var skýr, vel máli farinn og notaði falleg orð til að lýsa reynslunni. Hann fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum hjá mér.

Heiðdís og Gulla eru sennilega á sólarströnd núna að spóka sig. Áður en þær fóru áttu þær skemmtilegt rifrildi á síðunum sínum. Þær eru frekar fyndnar stelpurnar. Kíki á þær hér og hér.

Þriðja mál á dagskrá er djammlagið sem ég nefndi í síðasta fréttaflutningi. Það ber nafnið Mundian To Bach Ke og er flutt af Panjabi MC. Hér getið þið séð textann við lagið og hér getið þið heyrt það (hægri smell og 'save target as...' ef þið viljið eiga það). Munið svo að syngja með og hita upp fyrir sumarið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.