fimmtudagur, 30. janúar 2003

Eyddi deginum í lyftingar og sund. Reyndar ekkert sund, meira spjall og passa að frjósa ekki fastur í lauginni. Það gerist ekki margt á Egilsstöðum, alveg eins og ég vil hafa það.

Allavega, hér koma þær 5 hljómsveitir / flytjendur sem ég hlusta hvað mest á þessa dagana, vikurnar og mánuðina:

5. Daft Punk - síðan ég uppgötvaði diskinn Discovery (tilviljun?) þá hefur þessi sveit verið hátt skrifuð hjá mér.
4. The Proclaimers - Flestir líta á þá sem fyndilega Skotatvíbura með asnaleg gleraugu en ef fólk hlustaði þá kæmist það að því að hér eru frábærir tónlistarmenn á ferðinni.
3. The Hives - Sænskt nýaldarrokk af bestu gerð. Vedi vidi vicious er 28 mínútna meistaraverk.
2. Nirvana - Þessir gömlu góðu. Kurt Cobain er saknað.
1. Nick Cave & the Bad seeds - Stórkostleg hljómsveit með besta laga- og textahöfundi sem sögur fara af. Undurgott.
Það er aðeins eitt sem er leiðinlegra en að vinna og það er að þykjast vera að vinna. Ekki að ég kannist neitt við það vandamál. Alltaf nóg að gera hjá mér, slá inn tölur á fullu...shit, það trúir mér enginn.

Í dag keppti Ísland við eitthvað lið í einhverri íþrótt og þeir unnu. Gott hjá þeim.

Það eru líkur á því að ég skreppi til Ísafjarðar um helgina. Færi þá um miðjan dag á föstudaginn og kæmi aftur seint á laugardaginn. Á þessum tíma mun Höttur spila 2 leikir í körfubolta gegn KFÍ. Hörkufjör á köldum klaka.

miðvikudagur, 29. janúar 2003

Ég er að öllum líkindum byrjaður aftur að æfa körfubolta. Þarf bara að sameina lyftingar, skokk, sund og körfubolta. Spurning um að skokka í sundi og lyfta eftir körfubolta. Sennilega slæm hugmynd. Mættí á körfuboltaæfingu í kvöld og stóð mig eftir atvikum vel, hvernig sem það má túlka. Góður andi í liðinu og skemmtilegt að æfa með þessum piltungum.

En að öðru. Aðeins búinn að bæta, bæta við og bæta við meiru í hlekkina hér til hægri. Nú geta allir kosið í gömlu könnununum (tók mig 15 mín að skrifa þetta orð).

Og að enn öðru. Það er verið að setja upp nýjar tölvur á Skattstofunni í dag og kvöld. Í þeim nýju eru DVD spilarar í stað venjulegs geisladiskaspilara. Ég efast um að ég muni vinna nokkurn skapaðan hlut með DVD í tölvunni það sem eftir er af þessu ári.

þriðjudagur, 28. janúar 2003

Það er eitt að ofmetnast og halda að maður sé eitthvað merkilegra en maður er en það sem Sálin hans jóns míns eru að gera er svo langt út úr korti að það er spaugilegt. Hverjir halda þeir eiginlega að þeir séu? Sól og máni heitir einhver söngleikur eftir þá sem er eitt það sorglegasta sem komist hefur á fjalirnar hérlendis, og hefur þó margt sorglegt gerst í leikhúsum landsins. Þá er ég ekki að meina væmið-sorglegt, meira svona "æ...aumingja vitleysingarnir, þeir halda að þeir séu alvöru tónlistarmenn"-sorglegt. Sálin hans jóns míns gerir popptónlist á Íslandi. Popptónlist af verstu gerð þar að auki. Ég undirstrika - á Íslandi!!. Á markaði þar sem hljómsveitirnar Írafár og Stjórnin fá að vaða uppi. Kannski er ég bara í vondu skapi en ég næ þó allavega að tjá reiði mína á skapandi hátt.

Svo er það annað. Hvað er með skiltið í anddyri Kaupfélagsins sem segir „Allur þjófnaður er kærður til lögreglu“? Hvað varð um „Verið velkomin í Kaupfélagið" eða „Hér eru ekki paranoid hálfvitar við stjórnvölinn sem hóta fólki lögsókn áður en það fær tækifæri á að kíkja í verslunina“? Tímarnir hafa breyst.

mánudagur, 27. janúar 2003

Ég heyrði skemmtilegt orðatiltæki um daginn. Hann hljómar eitthvað á þessa leið: „Það dansar enginn ófullur nema hann sé galinn“. Þetta segir allt sem segja þarf.
Ég vil þakka piparpúkum og hlauppúkum frá Nóa fyrir að halda mér á lífi í dag. Í nótt svaf ég ekki nema 4 tíma ca en er þó glaðvakandi í vinnunni, aldrei þessu vant, fyrir tilstilli púkanna. Það er rétt að taka það fram að líkami minn virkar best eftir lágmark 12 tíma svefn.
Var að komast að því að Birgitta Haukdal, úr hinni skelfilegu hljómsveit Írafár, á sama afmælisdag og ég, hún er þó ári yngri. Ég vona að þetta auki líkurnar á því að ég gilji hana einn góðan veðurdag. Vonum það besta.

Ég ætlaði að segja eitthvað meira en er búinn að gleyma hvað það var.

sunnudagur, 26. janúar 2003

Það er ýmislegt að gerast þessa dagana. Á föstudaginn var þorrablót Egilsstaðabúa sem ég sótti ekki. Í gær átti pabbi afmæli um leið og það var þorrablót í Borgarfirði Eystri. Í dag á svo frænka mín, Erla, afmæli og var ég að koma úr matarboði hjá henni. Mögnuð manneskja þar á ferðinni.

Keypti mér í gær 'Small time crooks', samin, gerð og leikin af Woody Allen. Hlakka til að kíkja á hana.

laugardagur, 25. janúar 2003

Til hamingju Anna með að vera númer 2.000 inn á myndasíðuna mína alræmdu. Mæli með því að fólk kíki á heimasíðu Önnu, skemmtileg lesning.

Til hamingju Höttur með að sigra enn einn leikinn í körfubolta. Í þetta sinn gegn Stjörnunni og hafa Hattarmenn þarmeð bjargað sér frá falli. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. Maður leiksins að mínu mati var enginn annar en Björgvin Karl Gunnarsson. Hann og Alexandre (nýrri útlendingurinn) stóðu sig best en liðsheildin var samt sem áður gríðarlega sterk. Áfram svona Höttur!
Þá er ég kominn á nýjan bíl. Ekki alveg nýr, '87 árgerð en það er þó 7 árum yngri bíll en ég átti fyrir. Mitsubichi Lancer, sjálfskiptur sem er keyrður 230.000 km. Ekkert stórkostlegt að honum, snúningshraðamælir bilaður sem skiptir engu því hann er eins go áður segir sjálfskiptur. Hvað mynduð þið borga fyrir svona eðalgrip? Öðlingurinn Jón Bóndi Gunnarsson sagðist ekki greiða meira en 50.000 krónur fyrir svona bíl en ég greiddi kr. 15.000. Smá klíka í gegnum heilsugæslustarfsfólk sem ég fer ekki nánar út í að svo stöddu. Stórkostlegt að vera kominn aftur á bíl. Það má búast við því að stelpurnar fari að líta mig hýru auga vegna bílsins og er það hið besta mál.

Hef líka náð að setja inn leikinn Grand Theft Auto III, loksins. Þetta er einmitt leikurinn þar sem þú getur gert nánast hvað sem er, m.a. leigt þér gleðikonu, átt með henni ástarmök og svo farið illa með hana. Það má taka það fram að ég hegða mér mjög vel í þessum leik.

föstudagur, 24. janúar 2003

Hér er að finna ótrúlega fyndna sögu. Gunnar Borgþórs er fyndinn, þó hann sé gyðingur.
Æ já, var að niðurhlaða stórkostlegum lögum af netinu í kvöld. Þar á meðal luftgítar með Johnny Victory, lag með Úlpu sem ég hef leitað að í ca ár en veit þó ekki hvað heitir, good souls með Starsailor, Kristalnótt með Maus og margt fleira. Yndislegt að lifa á tækniöld.
Var að rekast á þetta á netinu. Mæli með því. Skemmtileg lesning fyrir alla aldurshópa.

Sleppti allri hreyfingu í dag og skoðaði þess í stað bíl einn sem ég hyggst kaupa. Meira um það seinna.

fimmtudagur, 23. janúar 2003

Ég er að verða vitni að mesta rassasleik sem sögur fara af. Óli Palli var að veita Birgittu Haukdal einhver verðlaun á rás 2. Þvínæst sleikti hann á henni rassgatið þar til hann stóð á öndinni, sagði hana m.a. vera vinsælustu poppstjörnu frá upphafi á Íslandi. Er það ekki fullmikið? Mér er svosem sama þar sem Íslenskt popp, og popp yfir höfuð, er viðurstyggð.
Margir hafa verið að velta því fyrir sér hvort ég sé John Stamos. Hér er niðurstaðan.

Ert þú John Stamos?Þar hafið þið það.
Fór ca 10-15 mín of seint í vinnuna í dag og tók eftir því að það var mun meiri umferð en þegar ég mæti á réttum tíma. Þetta staðfestir þann grun minn að Íslendingar eru gríðarlega seinir í allt sem þeir taka sér fyrir hendur. Þið megið vitna í mig ef þið eruð að rífast um þetta.

Komst líka að því fyrir einhverju síðan að það er rétt að segja 'hótelstýra' í stað 'hótelstjóri' þegar kvenmaður er við stjórnvölinn. Á þá ekki líka að segja 'bílstýra' í stað 'bílstjóri' þegar hæfileikalaus ökumaður er á ferðinni, öðrum orðum kvenmaður? Þetta kollvarpar öllum mínum kenningum um íslenska málfræði en þær voru engar.

Eyddi öllu gærkvöldi og þarmeð öllum mínum frítíma í körfuknattleik á Hallormsstað með vinum og vandamönnum. Eins og svo oft áður biðum við afhroð og ég missti stjórn á skapi mínu. Ég biðst velvirðingar á því.

Er staddur í vinnunni. Fólk er farið að horfa undarlega á mig þannig að ég kveð að sinni.

þriðjudagur, 21. janúar 2003

Til hamingju Heiðdís fyrir að sigra í keppninni 'Hörkufjör á heimavist' en hún byggist á því að vera númer 5.000 á þessa síðu. Heiðdís sigraði naumlega og Kolla systir í öðru sæti. Tvísýnt var um hvor myndi vinna fyrr en rétt í blálokin þegar Heiðdís seig smá saman framúr.

Lauk við bókina 'Dauðarósir' eftir Arnald Indriðason í gærkvöldi. Endirinn kom mér á óvart fyrir þær sakir að hann var frekar vitlaus og hálf hugsunarlaus. En annars mjög góð bók. Mæli með henni.

Merkilegt hvað er erfitt að versla föt á Egilsstöðum. Ég fór í Skóga, Sentrum og að lokum í Skóverslun Steinars Waage til að versla skó í dag. Í Skógum og Sentrum var í fyrsta lagi ekki boðin aðstoð þrátt fyrir að ég og bræður mínir voru þeir einu í versluninni. Í öðru lagi fékkst ekkert þar nema ofsaverðlagt súkkulaðistráka- og glyðruföt. Þar sem ég er ekki heiladauður viðbjóður þá verslaði ég ekkert. Ég ákveð að leggja ekki í Kaupfélagið því þar er iðulega allt fullt af fólki og þar sem mér er illa við fólk þá forðast ég umrædda verslun. Í Skóverslun Steinars Waage voru þrjú pör af strákaskóm til sölu og ákvað ég þar að fara til Reykjavíkur að kaupa skó. Ótrúlegt að það sé ekki til alvöru fata eða skó verslun á Egilsstöðum.

sunnudagur, 19. janúar 2003

Bráðum verður gestur númer 5.000 heiðraður á þessari síðu. Vill sá heppni vinsamlegast skrifa í gestabókina eða í athugasemdakerfið. Takk.
Í Oprah í dag er talað um of feita Bandaríkjamenn. Þar er svínfeitt fólk tekið tali og rætt hvernig því líður svona feitu. Smá hugmynd: hættið að kenna öðrum um líkamsástand ykkar og HREYFIÐ YKKUR! Ótrúlegt hvað Bandaríkjamenn reyna alltaf að tala sig út úr vandanum án þess að gera nokkurn skapað hlut. Offita verður til þegar borðað er of mikið af feitum mat og ekki næg hreyfing er stunduð. Sáraeinfalt.
Ég hef verið heldur óheppinn upp á síðkastið.

Skjárinn minn eyðilagðist fyrir nokkrum mánuðum og kom úr viðgerð nýlega. Auðvitað virkar hann mjög illa núna, myndin skelfur öll og nötrar og þarf ég því að skila honum aftur. Þangað til nota ég þennan litla vesæla.

Ég reyndi að færa Nick Cave tónlist yfir á disk og það virtist ganga upp. Í dag ætlaði ég svo að spila hann en þá er hann hljóðlaus sem segir mér að skrifarinn er ónýtur. En af því ég opnaði kassann sjálfur og setti í ADSL módemið þá er hún ekki í ábyrgð.

Ég niðurhlóð GTA III í tölvuna hjá mér og ætlaði að spila en auðvitað virkaði hann ekki.

Fékk lánaða Family guy diska og hugsaði mér gott til glóðarinnar en tölvan neitaði að spila megnið af þáttunum (tengist sennilega eitthvað heimsku minni).

Í Toyotuna mín vantar gírkassa úr ´78 - ´81 árgerð Corollu. Ég hringdi í Toyota umboðið og fékk að vita að fyrir ca mánuði höfðu 2 menn látið eyðileggja Toyoturnar sínar og voru það einu Corollurnar á landinu sem hefðu getað bjargað mínum bíl.

Ég pantaði íþróttavörur af netinu um daginn og fyrir utan að fá himinháan toll auk þess sem tollurinn neitaði að láta mig fá vörurnar fyrst vegna einhvers sem var sennileg í starfskynningu þarna, þá voru vörurnar að mestu leyti gallaðar eða í vitlausri stærð. Það gengur ekki fyrir mig að skila þeim þar sem ég hef greitt þennan umrædda toll.

Og svona mætti lengi telja. Þetta eru reyndar mjög lítil vandamál miðað við vandamál heimsins en engu að síður mjög pirrandi.

laugardagur, 18. janúar 2003

Allir að kíkja á bloggið hans Björgvins. Kominn með nýtt útlit og hver veit nema hann komi í séð og heyrt í framhaldinu.
Var enn eina ferðina að koma úr körfubolta. Sæmileg skemmtun þrátt fyrir að liðið sem ég var í hafi beðið afhroð.

Þessi helgi hefur verið róleg og verður það vonandi áfram. Hefði ekkert á móti því að liggja fyrir framan sjónvarpið í allt kvöld og borða eitthvað verulega óhollt.

Gleymdi víst að þakka Jónasi fyrir Family Guy diskana. Takk kærlega fyrir það, verst er þó að ég get ekki spilað þetta. Merkilegt hvað maður er heppinn alltaf með tussu tölvu.

fimmtudagur, 16. janúar 2003

Kíkið hingað og skráið ykkur. Það kostar ekkert og engar skyldur fylgja þessu.
Í tilefni af því að fyrsta smáskífan af nýjum disk með Nick Cave & the bad seeds var að koma út birti ég hér 5 bestu lög hans, að mínu mati auðvitað.

5. Sweatheart come - Besta lagið á nýjasta disknum.
4. Into my arms - Góð ballaða með fallegum texta
3. The mercy seat - Áhrifaríkt lag um mann sem er á leið í rafmagnsstólinn.
2. Straight to you - Magnað lag sem rennur ljúft niður.
1. Are you the one that I've been waiting for - Fáið ykkur þetta lag og þið munið skilja.

Nánast öll hans lög eiga skilið að komast á þennan lista en hér eru nokkur sem rétt misstu af sæti:
Loverman, Do you love me, Where the wild roses grow, I let love in, I had a dream Joe og fleiri.
Ef einhver les þessa dagbók mína frá Reykjavík vil ég benda þeim einstaklingi/einstaklingum á mótmælafundinn sem verður á laugardaginn 18. janúar í Reykjavík, nánar tiltekið á Lækjartorgi. Verið er að mótmæla stríðsáformum Bandaríkjamanna og beinum stuðningi Íslendinga við fjöldamorð í Írak. Allir sem vettlingi geta valdið, mætið!

Hef annars lítið gert síðustu daga utan þess að skokka, borða, lyfta og hanga í tölvunni svo ég hef ekkert að segja í bili.

miðvikudagur, 15. janúar 2003

Þetta er sérlega fyndið. Bush að segja sannleikann í ræðu, sem er reyndar búið að breyta örlítið. Ótrúlega gaman af þessu. ATH. Þetta eru 6,9 mb, og því aðeins fyrir ADSL eigendur (þetta er frá erlendri síðu) eða þolinmæða.
Hér geturðu séð viðtal við besta point guard (körfubolti) allra tíma. Hann er sérstaklega hlédrægur og þetta er, held ég, hans fyrsta stóra viðtal við nokkurn mann. Magnaður leikmaður.
Ég hef löngum velt því fyrir mér hvort Þórhallur úr 'Ísland í bítið' sé með skegg eða ekki. Það er þrennt sem kemur til greina.
1. Hann er með þykkt og mikið skegg en ég sé bara mjög illa.
2. 'Skeggið' er of þunnt til að safna því, án þess að hann fatti það.
3. Það er ekkert skegg framan í manninum, aðeins samspil ljóss og skugga.
Mér er alls ekki illa við manninn, bara almenn vangavelta. Þættirnir eru líka fínir.

þriðjudagur, 14. janúar 2003

Sjaldan hef ég öskrað jafn hátt innra með mér af hlátri og þegar ég sá þetta. Taktu þetta Bush, þú heimski dópisti.

mánudagur, 13. janúar 2003

Síðastliðna nótt gerðist ég harðkjarna nörd. Það var einmitt þá sem ég hafði kveikt á tölvunni, alla nóttina á meðan ég svaf. Það vildi nefnilega þannig til að ég fékk mér DC++ forrit í gærkvöldi og var að niðurhlaða Grand Theft Auto III af netinu og þurfti nokkra klukkutíma í viðbót til að ná honum öllum. Einnig niðurhlóð ég fjórum diskum með meistara Nick Cave en þeir heita The good son, The Boatmans call, Kicking against the pricks og Tender pray. Það eru því góðir tónlistardagar framundan hjá mér og öllum sem umgangast mig.
Var að lesa á netinu einhversstaðar í gær að titillinn á nýjustu mynd Hugh Grant, About a boy er tilvitnun í lagið About a girl sem Nirvana tóku svo eftirminnilega órafmagnað í New York á sínum tíma. Það sem maður finnur ekki á óravíddum internetsins.
'Bend it like Beckham' á fimmtudagskvöldið síðastliðið í góðum félagsskap systkina minna. Dæmigerð róleg, Bresk gaman-dramamynd sem, eins og aðrar þannig myndir, er mjög góð. Minnir á About a Boy og Notting Hill að mörgu leiti. Tiltölulega vel leikið. Gef henni 3 stjörnur af 4.

sunnudagur, 12. janúar 2003

Styrmir bróðir var númer 2 í að senda mér sms í gegnum síðuna, Anna þriðja og Gylfi Þór sá fjórði.

Hef eytt deginum í að fá mér að borða með strákunum og svo spila við þá skrafl, eða því sem næst. Strákarnir eru Björgvin, Bergvin, Bryngeir og Jökull.

Var að bæta við umsögnum og teljara hjá Heiðdísi og þá hef ég aðstoðað 73 við að gera blogg.

laugardagur, 11. janúar 2003

Ég var rétt í þessu að fá sms númer 2 í gegnum síðuna. Ég myndi minnast á þann sem sendi mér þetta en það var nafnlaust. Sendið mér sms með nafni, það er betra.
Takk Kristján Orri fyrir að vera fyrstur til að senda mér sms í gegnum þessa síðu. Þetta mættu fleiri gera. Hlekkurinn er hér til hægri undir 'sendu mér sms'. Þið getið líka smellt hér. Segir mér eitthvað uppbyggilegt en um leið fyndið, ef það er hægt.
Var að koma af körfuboltaleik í íþróttahúsinu. Hattarmenn sigruðu ÍS með 2 stigum og eru því búnir að vinna 2 leiki á tímabilinu. Þetta var mjög skemmtilegur leikur þar sem skiptust á skyn og skúrir. Eiður skoraði 29 stig minnir mig og nýlegi útlendingurinn með 20 stig. Viggó átti líka stórleik og skoraði hverja körfuna á fætur annarri, alls 12 stig.
Það lítur út fyrir að Harpa sé orðin fræg. Kíkið á þetta og gapið.

Í dag var ég upptekinn eins og alltaf í vinnunni. Vann mikið við að skrifa tölur í tölvu og vann svo Kalla skattstjóra austurlands í skák tvisvar en tapaði einu sinni. Skelfilegar skákir en tíminn bjargaði mér. Svo í kvöld var farið í körfubolta í Hallormsstað með þeim kumpánum Björgvini Lubba, Jökli Óttari, Bryngeiri Daða, Alla Boogie, Eiríki Stefáni og Bergvini Blúz. Sérlega gaman.

Einnig í dag, styrkti ég Íslenska hryðjuverkamenn/mótmælendur um 3.000 krónur en þeir ætla að mótmæla bæði stríði Bandaríkjahálfvita á Írak og einnig samþykki Íslensku stjórnvaldanna við stríðsrekstri þessum. Grátlegt ástand í heiminum í dag og fyrir 3.000 kall get ég sagst hafa gert eitthvað í málunum með næstum því hreina samvisku. Ég er semsagt friðarsinni.

fimmtudagur, 9. janúar 2003

Til hamingju Heiðdís með bloggið. Heiðdís ritar frá Danmörku eins og svo margir.
Afturkoma mína í körfuboltaheim Egilsstaða fór ekki eins og ég vildi. Í mínum heimi átti ég að byrja aftur að æfa við brjálaðan fögnuð bæði liðsfélaga og aðdáenda og skora hverja körfuna á fætur annarri, verja skot og vera hrókur alls fagnaðar. Allt kom fyrir ekki. Þess í stað gat ég lítið, var flengdur af nýja útlendinginum sem skoraði þegar hann vildi, þeas þegar ég passaði hann og að lokum fiskaði ég ruðning með miltanu á mér en ég flaug einhverja 10 metra ásamt því að reka upp óttablandið óp, sem líktist urtu á fengitíma. Ekki góð æfing.

miðvikudagur, 8. janúar 2003

Þessa náunga hitti ég á leið í vinnuna í morgun. Vingjarnlegasta fólk. Spurning hvort mjólkin sem ég notaði í kókópöffsið hafi verið skemmd.

þriðjudagur, 7. janúar 2003

Helgi bróðir er kominn með dagbók á netinu. Hamingjuóskir bróðir. Nú þarf Styrmir bara að setja eitthvað þannig upp og þá verðum við að fyrstu netfjölskyldunni.
Rétt í þessu var ég að muna eftir heimsmetinu í gleymsku. Metið fellst í því að gleyma að kaupa gel 5 búðarferðir í röð, kaupa Camenbert ost tvisvar án þess að kaupa ritzkex og ég er búinn að gleyma þriðja atriðinu. Mig minnir að ég eigi þetta met og að ég hafi sett það áðan en er þó ekki viss.

Var líka að uppgötva að Daft Punk diskurinn minn Discovery er alveg hreint magnaður. Hafði ekkert hlustað á hann af viti í þá 6 mánuði sem ég hef átt hann en tók hann með í vinnuna í dag og þvílík uppgötvun (discovery, get it?). Ég mæli sérstaklega með lögunum Aerodynamic, Harder better faster stronger, Face to Face og mjög sérstaklega Veridis Quo sem er meistaraverk. Hallelúja og amen.

mánudagur, 6. janúar 2003

Ég er að hugsa um að slá 2 flugur í einu höggi. Með þessu er ég að fagna endurkomu Baggalúts og heiðra árið sem er nýliðið. Ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið og þegar ég sá þessa mynd.
Gleymdi að segja frá því í gær en fjölskyldumyndasíðan hefur verið uppfærð.

Sá myndina 'Death to Smoochy' í gær. Myndin er mjög léleg og ófyndin. Söguþráðurinn fer leiðinlega langt út fyrir efnið, leikararnir eru engan veginn að standa sig og handritið vont. Hún fær hálfa stjörnu hjá mér fyrir viðleitni og titilinn á myndinni en hann er skondinn, en ekkert meira en það.

Síðustu daga hefur verið mikil umferð á þetta blogg. Alls hafa um 1300 manns kíkt hingað í kjölfar greinar minnar um hatur mitt á Bandaríkjamönnum. Vil ég nota tækifærið og óska sjálfum mér til hamingju með það.

laugardagur, 4. janúar 2003

Ef ég ætti eina ósk þessa stundina þá væri það að öll mjólk alheimsins myndi hverfa, utan þessarar íbúðar. Ég og Björgvin fórum aðeins á mis við hvorn annan og keyptum báðir 3 lítra af mjólk en áttum 3 lítra fyrir. Það gerir alls 9 lítra og segir það sig sjálft að við myndum mala gull ef öll mjólk myndi hverfa.

Ég er orðinn veikur aftur eftir tvær veikindalausar vikur. Gleymdi að opna gluggann fyrir svefn í gærkvöldi. Áttaði mig á því þegar ég náði ekki andanum og allir geisladiskarnir mínir höfðu bráðnað.

Nú ætla ég mér að ráðast í það stórvirki að uppfæra fyrstu myndasíðuna mína í fyrsta sinn í næstum 2 mánuði.

föstudagur, 3. janúar 2003

Þá er kominn tími á að fara yfir nýliðið ár. Í byrjun 2002 var ég að vinna á Hótel Héraði sem næturvörður og að leigja hér í kjallaranum með Inga og Bingó-Bjössa. Hér verður aðeins það minnisstæðasta ritað.

Janúar
Fór til pabba á Borgarfjörð Eystri á sumardekkjum (Toyotan mín). Um leið og ég kem yfir fjallið byrjar að snjóa og ég verð teptur hjá pabba sem var alls ekki svo slæmt. Bíllinn minn verður þó eftir þegar ég kemst heim eftir nokkra daga.

Febrúar
Ég vinn og vinn á hótelinu. Afgreiði m.a. ****************** Íslands á barnum og allt verður vitlaust, vægast sagt.

Mars
Árshátíð Hótel Héraðs haldin í Reykjavík. Borðað á Lækjabrekku og farið m.a. í Bláa Lónið. Mjög skemmtilegt.
Bifreið mín skilar sér frá Borgarfirði Eystri eftir 2ja mánaða frí. Líðan hennar er eftir atvikum góð, fyrir utan nokkra ryðbletti.
Ég, Óli Rúnar, Kristján Orri og Hlynur Gauti höldum í víking, alla leið til Minnesota í 4ra daga ferð með NBA hóp sýnar. Snorri Sturluson fór á kostum og leikur Utah Jazz gegn Minnesota Timberwolves fór vel fyrir Utah Jazz. Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.

Apríl
Hér virðist ekkert hafa gerst. Ég hlýt að hafa sofið yfir mig.

Maí
Hættur á Hótel Héraði við mikinn fögnuð viðstaddra.
Hef störf á Heilsugæslunni sem móttökuritari, læknaritari, launafulltrúi og vitleysingur.
Ingi flytur úr kjallaranum.
Björgvin bróðir flytur inn í kjallarann.
Klára stórt verkefni sem ég hef unnið fyrir þessi og geymi það hér.

Júní
Alma Rún kemur austur og flytur tímabundið inn í kjallarann.
Hjálpa til á Fáskrúðsfirði við að mála kaffihús og snyrta, Sumarlína að nafni.
Kaupi mér stafræna myndavél fyrir lítið sem ekkert (ca 16.000 með minniskorti).

Júlí
Alma Rún flytur úr kjallaranum og í herbergi á Hallormsstað.
Ég á daufasta afmælisdag sem sögur fara ekki af.
Opna nýja síðu á netinu með myndum og fleiru.

Ágúst
Kolla systir fer til Danmerkur með heitmanni sínum, Árna Má.
Alma Rún fer suður.
Systir mömmu deyr.

September
Síðasta afborgun af tölvunni minni. Ekkert betra en að sjá visareikninginn með tilkynningu um síðustu afborgunina.

Október
Byrja með þessa dagbók á netinu 3. október.
Toyotan mín fer í dá því að gírkassinn eyðileggst eftir vafasama viðgerð. (smelltu hér ef þú átt gírkassa í Toyota Corolla ´80 árgerð)

Nóvember
Byrja að lyfta 3. nóvember með Jökli Óttari og Bergvini Blúsara.
Internetheimurinn skelfur: Harpa tilkynnir að hún ætlar til Bandaríkjanna og Gulla að hún ætli til Danmerkur eftir áramót.
Hætti á Heilsugæslunni.
Hef störf á Skattstofu Austurlands.
Átta mig á því hversu góður vinnustaður Heilsugæslan var.

Desember
Nick Cave kemur til landsins og heldur tvenna stórkostlega tónleika á Broadway. Ég kemst ekki því enginn gat keypt fyrir mig miða og engin símasala fór fram.
Ég tryllist.
Garðar flytur tímabundið inn og vinnur í BT. Notalegur piltungur í umgengni.

Þá vitið þið það.

fimmtudagur, 2. janúar 2003

Kíkið á bloggið hennar Kollu og skrifið í gestabókina hjá henni.
Síðan komin á batman.is og allt að verða vitlaust. Um það bil 400 manns búnir að kíkja hingað en aðeins 8 búnir að skrifa í athugasemdir, þar af ég einu sinni og Björgvin bróðir tvisvar. Þannig að 5 af batman.is hafa skráð sig sem eru 1,25% af öllum sem kíkt hafa í dag og er það skammarlegt. Ég þakka samt þeim sem kíktu á þetta.

Brjálað að gera hjá mér í dag því eftir vinnuna fór ég og keypti mér mjólk, beyglur og pylsu. Eftir þetta er ég uppgefinn og ætla því að liggja fyrir framan sjónvarpið í kvöld, sem annars átti að fara í að uppfæra myndasíðuna mína alræmdu. Ég er ungur og leik mér.

miðvikudagur, 1. janúar 2003

Hér eru 10 atriði sem benda sterklega til þess að þú sért heimskur Bandaríkjamaður og ættir því að skammast þín.

10. Þú horfir á Oprah þáttinn, fitnar þegar Oprah fitnar, grennist þegar Oprah grennist og svo framvegis.
9. Þú hlustar á vel markaðssetta sorptónlist. Dæmi um sorptónlist er Britney Spears, Christina Aquilera, Svala, Westlife, Backstreet boys og eitthvað verra, ef það er til.
8. Þú fylgist með (eða spilar) amerískum fótbolta, hafnarbolta, bigfoot eða eitthvað í þá áttina.
7. Þú ert of þung/þungur.
6. Þú talar mikið en segir ekkert. Þjóðaríþrótt bandaríkjamanna er einmitt að tala þegar þeir eiga að þegja.
5. Þú fylgist með Edduverðlaununum með miklum áhuga og finnst þetta eiga rétt á sér.
4. Þú hefur einhverntíman sagt „God bless America“ án þess að vera að grínast.
3. Þér finnst í lagi að bomba Íraka þrátt fyrir að engin gjöreyðingarvopn finnist og muni ekki finnast. Þú veist ekki að Bandaríkjamenn eru bara á eftir olíu Íraka.
2. Þú heldur því fram að 11. september 2001 sé einn mesti sorgardagur sögunnar þegar Bandaríkjamenn hafa sjálfir murkað lífið úr börnum og öðrum ósjálfbjarga í Afganistan, Víetnam, Japan og fleiri löndum án þess að auglýsa það.
1. Þú heldur að þessi listi tengist á einhvern hátt Al-Queda.

Ef fleiri en 2 atriði eiga við þig þá ertu vitleysingur.
Heiðarleg tilraun við að bæta metið í þynnku í dag en það tókst ekki. Ég tók þátt í tilgangslausasta djammi frá upphafi í gær. Einhvernveginn er ég algjörlega hættur að hafa gaman af því að drekka. Gegn því að vera þunnur, eyða talsvert af peningi og gera sig að fífli fær maður það að líða ágætlega á meðan á því stendur. Alls ekki góð skipti og ætla ég að reyna mitt besta héreftir að hætta að drekka.

Mjög ánægjulegt kvöld annars í gær, fyrir drykkjuna. Sprengdar voru upp 6.000 krónur í formi flugelda og borðað undurgott svín. Áramótaskaupið var sérstaklega skemmtilegt, aldrei þessu vant.

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að 2003 verði gott við ykkur.