þriðjudagur, 31. desember 2002

Var að koma úr körfubolta í íþróttahúsi Hallormsstaða. Mjög skemmtilegt. Nú er tíminn hinsvegar að renna út því ég á eftir að fara í sturtu og fara í Fellabæinn að eta gómsæta steik, einhverskonar.

Hátíðarbragur í vinnunni hjá mér, fékk frí eftir hádegi.
Spilakvöldið endaði vel. Undirritaður er sigurvegari.

mánudagur, 30. desember 2002

Minority Report er fín mynd en aukaefnið á DVD disknum er frekar leiðinlegt. Ég gef myndinni 2,5 stjörnur.

Kvöldið fer annars í að kaupa flugelda og spila við Jökul, Gullu, Björgvin og dularfulla fimmtu manneskju. Annars bara vinna í dag og þreyta. Meira síðar. Miklu meira.

Kíkið hingað þangað til og komið með ykkar álit.

sunnudagur, 29. desember 2002

Ætla að horfa á Minority Report í kvöld, ekki segja hvernig hún endar!
Hér kemur listi fyrir 5 skemmtilegustu gamanþættina að mínu mati sem sýndir eru í dag.

5. King of Queens
4. Frasier
3. Futurama
2. Just shoot me
1. The Drew Carrey Show


Þættir sem ættu að hætta strax og þótt fyrr hefði verið:

1. Friends - Löngu búnir að vera. Fyrstu 2 seríurnar voru góðar, hitt er rusl.
2. Girlfriends - Leiðinlegir þættir.
3. Jamie Kennedy Experiment - Verri þættir.
4. Jackass - Bandaríkjamenn. Say no more.
5. Spaugstofan. Áttu að hætta þegar Laddi hætti með þeim.

Komið með ykkar álit ef eitthvað er.

laugardagur, 28. desember 2002

Ég þakka öllum þeim sem hafa látið skoðun sína í ljós hér fyrir neðan (5 bestu myndirnar) en vil þó endilega fá sem allra flesta til að svara þessu. Ekki vera feimin, álit allra er velkomið.

Var annars að horfa á Star Wars 2, Attack of the clones í gærkövlid. Ágætis afþreying en lítið meira en það. Ég vil taka það fram að ég er ekki star wars viðundur.

Í dag (laugardag) mun ég svo fara í heimsókn til pabba á Borgarfjörð Eystri. Talandi um líffræði, Helgi bróðir og amma eiga bæði afmæli í dag, 28. desember. Til hamingju með afmælið!

föstudagur, 27. desember 2002

Ég ætla að koma aftur með listann minn yfir uppáhaldsmyndirnar mínar. Nú skulið þið koma með álit ykkar eða jafnvel ykkar eigin lista í athugasemdir ellegar ég tryllist.

5. 12 monkeys - Tónlistin í myndinni bjargaði henni. Geðveikisleg mynd.
4. LOTR: Fellowship of the ring - Ævintýralegt ævintýri.
3. Matrix - Góðar tæknibrellur, góður söguþráður og góð uppsetning. Leikstjórunum tekst meira að segja að fela hræðilegan leik Keanu Reeves.
2. Contact - Skemmtileg vísindaskáldsaga sem byggist skemmtilega upp og endar stórkostlega.
1. Seven - Meistaraverk David Fincher. Þessi mynd mun alltaf vera í fyrsta sæti.

fimmtudagur, 26. desember 2002

Í kvöld er akkúrat ár liðið síðan ég og bróðir minn, Björgvin, fórum á annan-í-jólum-ball sem Adolf Hitler og Osama Bin Laden. Björgvin átti erfitt með að komast inn á ballið í gervi Osama því dyravörðurinn var heilaþveginn bandaríkjasleikja á meðan ég komst strax inn sem Hitler. Það vantar þó alveg myndirnar frá þessu, því miður.
Aftur spilaður körfubolti í íþróttahúsi Hallormsstaðar í gær eftir mikinn og góðan svefn, ásamt miklu áti. Nánast sama fólk og síðast í körfu nema Viðar og Alli komu í stað Jökuls og Elfars. Eftir körfuboltan horfði ég á La vita e bella (sennilega vitlaust stafað) í faðmi fjölskyldunnar og svo heim að sofa. Loksins er ég að fá minn lágmarkssvefn, sem er ca 12 tímar.

Fékk ægilega góðar gjafir um jólin. M.a. 2x DVD diska (1 & 2), ilmvatn, Nýja sigur-rósar diskinn, bol, handklæði, bókina Dauðarósir og ýmislegt fleira. En það sem stendur upp úr er rólegheitin, afslöppunin og góður matur.

Í kvöld (annan í jólum) er svo ball með Ýmsum flytjendum í Valaskjálf. Flestir sem ég þekki ætla að fara á það en ég kemst ekki enda búinn að gera talsvert heimskulega hluti síðustu drykkjukvöld. Ég mun þó láta sjá mig um áramótin ef allt fer eftir áætlun.

þriðjudagur, 24. desember 2002

Síðasti sólarhringur hefur verið frekar fullur af stressi en ég náði að versla allt, skrifa öll jólakort, fá blæðandi magasár og meira að segja spila smá körfubolta, í gærkvöldi nánar tiltekið. Þar voru samankomnir ekki minni menn en Jökull Óttar, Óli Rúnar, Björgvin Lubbi, Davíð Freyr, Sigfús Kári, Kristján Orri, Hafliði Bjarki, Elfar Þórarins og ég. Hörkufjör.

Gleðilega jólapakka og munið boðskapinn, en hann er að....æ fökk. Verið allavega góð við dýrin.

Gleðileg jól þau fáu sem þetta lesa.

mánudagur, 23. desember 2002

...ég hef þetta stutt núna....stopp....frá vígstöðvunum....stopp....fullt af fórnarlömbum jólanna út um allt....stopp....verð að versla fleiri jólagjafir....stopp....ástandið er hræðilegt....stopp....meira síðar....stopp....

sunnudagur, 22. desember 2002

Var á Akureyri í dag með Gullu og Jökli. Mjög nytsamleg ferð, eyddu rúmum 20.000 krónum þarna í eitthvað sem ég hélt að ég þurfti ekki. Jólagjafirnar voru líka keyptar í leiðinni. Ekkert svosem í frásögu færandi nema við lögðum af stað um kl. 8 og komum aftur ca kl. 21 í kvöld. Engin afslöppun tók þó við eftir heimkomu.

Allir að kíkja á nýja bloggið hennar Gullu og skrifa í nýju gestabókina hennar.

Í kvöld náði ég að binda enda á sigurgöngu frænda míns í NBA live 2003 í gegnum netið. Sigruðu mínir menn, Jazz, hans menn, Celtics, með yfirburðum eða ca 6 stigum en hingað til hafði hann unnið 7 leiki í röð, held ég. Ég er nokkuð ánægður með það og það skuluð þið líka vera.

laugardagur, 21. desember 2002

Þakka ykkur fyrir Sigríður og Stefán fyrir hlekkina á síðunum ykkar.

föstudagur, 20. desember 2002

Ég, sem hélt að lífið væri orðið ömurlegt og hversdagslegt, var rétt í þessu að finna lítra af mjólk í ísskápnum sem ég vissi ekki að ég ætti. Lífið kemur stöðugt á óvart og ef það er eitthvað sem ég hef lært af þessari reynslu er það að vera ekki svona svartsýnn.
Það er hafið smá stríð hérna í vinnunni. Ruslafatan er alltaf komin undir skrifborðið hjá mér þegar ég mæti í vinnunni. Mjög leiðinlegt þar sem ég rek mig alltaf í hana og skapa mikinn hávaða öðrum starfsmönnum til óþæginda. Það er augljóst að þetta er verk hinnar illu ofurhetju 'Ræstitæknirinn' en hann hefur hrellt starfsmenn skattstofunnar svo árum skiptir. Nú hef ég loks risið upp gegn þessu ofbeldi með því að færa fötuna á mjög afvikinn stað og setja tyggjóið mitt í fötuna án þess að vefja það í pappír áður. Þið lásuð rétt, tyggjóið festist og allt verður vitlaust hjá ræstitækinum. To be continued...
Hátt í þúsund manns búnir að kjósa í könnuninni. Æsispennandi milli batman.is og auglysing.is.

fimmtudagur, 19. desember 2002

Þetta var ég að finna hjá Sigríði. Hverjum dettur í hug að gera svona? Það er gríðarleg vinna á bakvið þetta. Hitt er svo annað mál að ég hef sjaldan hlegið jafnmikið hehe. Hækkið í hátölurum til að komast í öðruvísi jólaskap.

Könnunin mín komst víst inn á batman.is. Ég held ég hafi aldrei verið jafn hamingjusamur um ævina.
Samkvæmt mjög áreiðanlegri könnun hér á síðunni er hrókurinn lang vinsælasti skákmaður fólksins í heiminum. Næst vinsælasti skákmaðurinn er drottningin. Hér eru niðurstöðurnar.

könnun hefur litið dagsins ljós. Kjósið og verið glöð.Sá Grand Theft Auto III Vice city í gær þegar Garðar tók sig til og spilaði hann. Í leiknum stjórnaru glæpon í (risa)stórborg en í henni geturu gert nánast hvað sem er. Hvort sem það er að vinna fyrir mafíuna, leigja þér hóru eða bara taka þér byssu í hönd og ganga berserksgang. Ótrúlega magnaður leikur, þrátt fyrir að veimiltítur og kellingar hafi verið að kvarta yfir ofbeldinu í honum. Ef þetta má í kvikmyndum, af hverju ekki í tölvuleikjum? Og það er ekki eins og ofbeldi sé nýtt af nálinni í tölvuleikjum. En aftur að leiknum, sem er fyrir Playstation 2. Flott grafík, tónlistin alveg fyrsta flokks og spilunarmöguleikar endalausir. Eini sjáanlegi gallinn eru stjórnunarvandamál en mér sýndist á öllu að erfitt sé að stjórna manninum, sértsaklega í skotbardögum. Hann fær 3,5 stjörnur 4 mögulegum hjá mér.

miðvikudagur, 18. desember 2002

Síðasta vígið er fallið: Gulla er að byrja að blogga.
Jólin eru eftir 6 daga og ég hvergi nálægt jólaskapinu. Fékk þó jólakort frá vini frá Reykjavík í dag og Hörpu brjóstgóðu. Takk fyrir.

Myndasíðan bíður eftir að fólk skoði hana og skrifi comment.

þriðjudagur, 17. desember 2002

Lesið þetta. Eins og talað frá mínu hjarta. Ég hefði þó aldrei getað komið orðum að þessu eins og hann (án þess að vera bombaður af Bandaríkjamönnum).

mánudagur, 16. desember 2002

Var rétt í þessu að bæta við ca 20 myndum á myndasíðuna frá helginni sem er að líða. Stórfenglegur áfangasigur.
Eygló virðist vera þakklát fyrir drykk sem ég bauð henni upp á, að því er virðist. Það er ágætt að fólk skuli stundum vera þakklátt.
Helgin að baki og einir verstu þynnkuverkir í sögunni, úr sögunni. Laugardagskvöldið var fjörugt. Fólk mætti í kjallarann og þar með talin Jóhanna sem við leigjum hjá, eða Guð eins og við köllum hana hérna í kjallaranum. Hún var frekar óhress með hávaðann og ég rak því alla út. Þá var farið á orminn, ég dansaði eins og ég fengi borgað fyrir og bauð fullt af fólki upp á drykki. Eitthvað eftirpartí átti sér stað hérna í kjallaranum svo en það entist ekki lengi því ég gekk berserksgang og rak alla(r) út.

Teknar voru nokkrar myndir og munu þær birtast á myndasíðunni innan tíðar og eflaust líka á undirheimum en það er önnur saga.

Ég virðist alltaf jafn heppinn með yfirmenn í þeim vinnum sem ég hef stundað. Á hótel héraði var Auja yfirmaður minn en hún var og er alltaf jafn almennileg við mig. Heilsugæslunni eru allir skemmtilegir þannig að það segir sig sjálft og nú á skattstofunni er ég með yfirmann, Karl að nafni, sem er skáknörd eins og ég. Hann mætti um daginn með taflborð í vinnuna. Í dag sigruðum við sitthvora skákina. Hörkufjör á skattstofunni, þið lásuð það hér fyrst.

sunnudagur, 15. desember 2002

Ég hef bætt heimsmetið í þynnku.

föstudagur, 13. desember 2002

Í gærkvöldi var spilað við öðlingsstúlkurnar Bylgju, Hörpu, Inga og Sigríði. Spilið RISK varð fyrir valinu. Harpa sigraði þetta en það var mjög tvísýnt. Fjólublái herinn minn var í þann mund að sækja í sig veðrið og sigra en öll Japan eyjan var undir minni stjórn. Temptation Island var í sjónvarpinu þannig að stelpurnar spiluðu ekki lengi. Harpa entist þó í að spila Trivial Persuit en ég og Ingi rúlluðum henni upp, mjög naumt.
Garðar í þann mund að flytja inn í kjallarann til okkar Björgvins. Hann mun búa hérna til 23. desember held ég og á eftir að lífga upp á kjallarann.

Var að koma úr sundi og hef ekkert planað í kvöld nema raka mig. Mjög þægilegt að hafa ekkert að gera.

fimmtudagur, 12. desember 2002

Andskotakornið! Ég skelf allur og nötra hérna af skelfingu. Var að skoða þetta og mér var brugðið. Ég var ykkur við þessu en auðvitað kíkið þið samt sem áður. ATH. þið þurfið að hafa kveikt á hátölurunum. Ömurlegur djókur.

Þessa síðu fann ég líka og hún er stórkostleg. Einhver náungi í Reykjavík að nöldra yfir öllu sem honum mögulega getur dottið í hug að nöldra yfir. Þetta blogg er eins og talað frá mínu hjarta. Svona átti þetta blogg mitt að vera en ég er linkind og hætti við það.

miðvikudagur, 11. desember 2002

Sá myndina JFK um daginn og gef henni hiklaust þrjár stjörnur. Ég hefði getað svarið fyrir að það væri ekki nema 2,5 tímar liðnir þegar myndin var búin, svo var tíminn fljótur að líða.

Mikið spilakvöld í gærkvöldi hjá Sigríði. , vinkonu BylguNýja Trivial Pursuit var spilað og Sigríður sigraði þetta æsispennandi spil. Klukkað var orðin 00:30 þegar þessu loksins lauk og ég því feginn enda líkaminn að gefa sig. Kvöldstundin var hinsvar hin ánægjulegasta og mun verða skemmtilegri í minningunni.

Í kvöld átti svo að spila RISK heyrðist mér en ég tafðist eitthvað og hef líklega misst af því. Hef nægum hnöppum að hneppa og spila vonandi síðar.

Ætla skrifa talsvert af jólakortum fljótlega og þeir sem vilja kort skrifið í kommentin, annars fáið þið ekkert. Jólaskapið er ekkert að koma hjá mér. Í gær frétti ég það svo að ég á að vinna á aðfangadag og ekki nóg með það heldur allan daginn. Það duttu allar dauðar lýs úr mínu höfði þegar ég heyrði þetta en mig grunar um nýliðagrín sé að ræða, þeas að níðast á nýliðanum og nýliðinn væri þá ég.

þriðjudagur, 10. desember 2002

Þetta er fyndið. Framleitt af Lubba og styrkt af Eimskip.

mánudagur, 9. desember 2002

URG! Nick Cave kom til Íslands í gærkvöldi (sunnudagskvöld) og ég er mjög óánægður með að hafa ekki fengið miða á tónleika hans á Broadway. Ömurlegt að vera fastur hérna á austurlandi meðan meistarinn heldur ógnartónleika í Reykjavík.
Ég henti spjallinu, sem hefur verið hér síðustu daga, út tímabundið þar sem síðan sem það var hýst á lá niðri. Það mun vonandi koma aftur fljótlega.

Einnig vil ég ítreka beiðni mína um góðan og ódýran bíl. Hafið samband við mig í e-mail (smelltu hér) eða í síma 867 0533 ef þú veist um einhvern sem er að selja... eða gefa. Það er líklega betra að taka fram að mér er full alvara með þessu.

sunnudagur, 8. desember 2002

Búinn að bæta við leitarvél hér til hægri. Nú getið þið leitað sérstaklega á mínum síðum, af myndum og röfli frá mér.

Hagrid
The Ultimate *Which Harry Potter Character are You?* Quiz

brought to you by Quizilla

Þetta er fyndið. Ég er algjör kveif í raunveruleikanum.
Corollan mín er víst ekki í nothæfu standi vegna þess að gírarnir eru ónýtir og ekki mögulegt að finna sjálfskiptingu í 22 ára gamlan bíl þannig að hér með lýsi ég eftir bifreið sem ég get keypt. Ég vil gjarnan eignast Subaru Justy, ódýran og góðan.

Hef nú verið veikur í viku og orðinn talsvert þreyttur á því enda enginn bati í sjónmáli. Er í frekar vondu skapi vegna þessa og þess að ég tók númeraplöturnar af Corollunni áðan.

laugardagur, 7. desember 2002

Takið svo þátt í nýju könnuninni hjá Hörpu hér.
Í gærkvöldi (föstudag) komu Ingi og Jökull í heimsókn. Tekin voru nokkur vel valin spil og allir skemmtu sér vel. Síðar um kvöldið horfði ég á erótísku spennumyndina 'About a boy' með hasarhetjunni Hugh Grant í aðalhlutverki. Ég skemmti mér þónokkuð vel yfir myndinni og er ekki feiminn við að láta hana á topp 20 listann hjá mér yfir skemmtilegustu myndirnar.

Þriðju nóttina í röð svaf ég mjög lítið vegna hósta. Það er sennilega ekki til neitt leiðinlegra en að geta ekki sofnað, hvað þá að geta ekki sofið fyrir hávaða. Í kvöld boðaði ég forföll í jólaglögg hjá skattstofunni við mikinn föguð. Hef nú sofið að meðaltali ca 4 tíma síðustu nætur.

Og í kvöld ætla ég að ráðast á það stórvirki að horfa á JFK.

Ég vil benda fólki á að kíkja á dagbók systur minnar, Kollu. Hér er hana að finna. Einnig er Bergvin kominn með blogg. Hér er það.

föstudagur, 6. desember 2002

Ég verð að monta mig aðeins. Þetta var ég að finna. Spurning hversu gáfulegt er að birta svona rétt fyrir helgi, og þarmeð tryggja sér óvinsældir hjá kvenfólkinu.

þriðjudagur, 3. desember 2002

Muniði eftir Yasmine Bleeth? Rosaleg gella úr Baywatch. Svona lítur hún án andlitsfarða. Kelling.
Fólk hefur tekið vel í spjallið hér hægra megin og þakka ég þeim sem skrifað hafa í það.

Er svo veikur að ég sleppti vinnunni í dag sem er í fyrsta sinn sem ég hringi inn veikur síðan ég var busi í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Ég hef þó tvisvar hringt inn meiddur á Hótel Hérað, í annað skiptið skar ég mig inn að fingurbeini og í hitt skiptið fór litli fingur á mér úr lið. Nóg um þetta rugl.

Eiki frændi kom í heimsókn í dag. Og viti menn, hann færði mér nýjasta NBA live leikinn, 2003 að nafni. Ég spilaði hann í góðar 30 mínútur áður en ég fordæmdi hann því ég var að tapa með Jazz gegn Heat. Ég þakka Eika frænda samt fyrir leikinn. Hann verður sennilega spilaður aðeins meira í kvöld, sjáum til hvort hann sé ekki ágætur.

Eins og þið hafið sennilega getið ykkur til þá er ekkert að gerast hjá mér í dag og mun sennilega ekkert gerast í kvöld. Góðar stundir.

mánudagur, 2. desember 2002

Búinn að bæta við spjallrás hérna niðri í hægri dálk. Það minnsta sem þið getið gert er að skrifa fáein orð í þetta. Einfallt og fljótlegt. Takk.

sunnudagur, 1. desember 2002

Var að bæta við MSN merki hérna til hægri þannig að þið getið séð hvenær ég er tengdur Messenger forritinu. Og að því tilefni ætla ég að skála í mjólkurglasi.

Dreymdi að ég væri kominn með vömb og ætla því að fara að skokka núna.
Er svo að fylgjast með Utah Jazz flengja San Antonio Spurs á ESPN. Staðan 30-24 Jazz í vil og ég skelf allur af kátínu. Fólk á djamminu og ég sit heima við tölvuna, étandi lakkrís og horfandi á tölur á skjánum. Alls ekki sorglegt.
Ég gerðist vaskur í gærkvöldi og teiknaði mynd af mér í þessu teikniforriti á netinu. Þetta er býsna magnað. Hér er myndin. Segið til í ummælunum hér fyrir neðan hvort þetta sé líkt mér eður ei.