Umtalsvert magn af viðburðum hefur átt sér stað síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Hér er það merkilegasta í niðurtalningu til að viðhalda spennu:
5. Ég tók mér frí frá vinnu á föstudaginn og klifraði Esjuna. Ég segi "klifraði" af því ég fór óvart af göngustígnum og klifraði klettana á toppinn án þess að vita betur. Tók myndir sem ég birti mögulega seinna.
4. Íbúðin sem ég bjó í í Skipholtinu reyndist vera baneitruð og andstyggileg samkvæmt sérfræðingi. Sem útskýrir slæma heilsu mína undanfarið.
3. Ég flutti í gær í íbúð í Kópavogi. Var að flytja kassa og drasl til miðnættis.
2. Á miðnætti í gær veiktist ég og hef legið í ælupest í dag. Ég get ekki ímyndað mér verri dægradvöl en með andlitið í klósetinu, hágrátandi.
1. Ég mætti á körfuboltaæfingu á laugardaginn og stóð mig mjög vel, þó ég segi sjálfur frá.
Ævintýrin halda áfram. Á morgun ætla ég að mæta í vinnuna í fyrsta sinn síðan á fimmtudaginn og reyna að grafa mig úr vinnunni sem hefur hlaðist upp. Spennandi!
þriðjudagur, 30. mars 2010
föstudagur, 26. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vil ekki monta mig en í gærkvöldi kláraði ég bókina The Road. Það eru aðeins átta dagar síðan ég keypti bókina og byrjaði að lesa. Aldrei hef ég verið jafn fljótur að lesa bók.
Fyrra metið eru sjö mánuðir en þá las ég bókina The Da Vinci Code.
Ég las svo hratt að ég hafði ekki tíma til að taka eftir um hvað The Road er. En fín bók engu að síður. 3,5 stjörnur af 4.
miðvikudagur, 24. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á laugardagskvöldið fór ég á myndina The Lovely Bones sem leikstýrt er af Peter Jackson.
Hún fjallar um stelpu sem er myrt.
Umsögn: Myndin er barnalegt, bjánalegt, ófyndið og tilgerðarlegt tilfinningaklám með vænan slurk af tæknibrellurúnki.
Ég eyði ekki fleiri orðum í þessa drasl mynd. Enga stjörnu af fjórum.
____________________
Á sunnudagskvöldið fór ég hinsvegar á myndina Green Zone, sem fjallar um hermann í Írak sem er óhress með skipulagið. Hann fer að snuðra og lendir í bobba.
Umsögn: Matt Damon fer á kostum eins og svo oft áður í spennandi og vandaðri mynd. Mæli með henni.
Þrjár stjörnur af fjórum.
Hún fjallar um stelpu sem er myrt.
Umsögn: Myndin er barnalegt, bjánalegt, ófyndið og tilgerðarlegt tilfinningaklám með vænan slurk af tæknibrellurúnki.
Ég eyði ekki fleiri orðum í þessa drasl mynd. Enga stjörnu af fjórum.
Á sunnudagskvöldið fór ég hinsvegar á myndina Green Zone, sem fjallar um hermann í Írak sem er óhress með skipulagið. Hann fer að snuðra og lendir í bobba.
Umsögn: Matt Damon fer á kostum eins og svo oft áður í spennandi og vandaðri mynd. Mæli með henni.
Þrjár stjörnur af fjórum.
mánudagur, 22. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ágætis merki um nammifíkn þegar þú fylgist með nammiverksmiðjum á Twitter eða á einhverri síðu í sama dúr.
Frábært merki um nammifíkn er hinsvegar þegar nammiverksmiðjur eru farnar að fylgjast með þér á Twitter:
[Smelltu á mynd fyrir stærra eintak]
Nói Síríus sér hag sinn í að fylgjast með mér á Twitter og tek ég þeim fagnandi. Eitthvað segir mér að hagnaður þeirra sé í þann mund að snarhækka.
Frábært merki um nammifíkn er hinsvegar þegar nammiverksmiðjur eru farnar að fylgjast með þér á Twitter:
Nói Síríus sér hag sinn í að fylgjast með mér á Twitter og tek ég þeim fagnandi. Eitthvað segir mér að hagnaður þeirra sé í þann mund að snarhækka.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er fátt meira gefandi en að geta sannað eitthvað og vinna rifrildi. Um daginn var garðpartí haldið fyrir utan blokkina sem ég bý í. Ég vaknaði snemma útaf hávaðanum, beið í dágóða stund og fór að lokum út á svalir til að öskra á viðstadda að halda kjafti.
Þá voru bara tveir dauðadrukknir partígestir eftir sem þóttust ekkert kannast við neitt garðpartí. Förin í snjónum sögðu aðra sögu, eins og sjá má á myndinni sem ég tók:
Gæsir eru skíthælar fuglanna.
Þá voru bara tveir dauðadrukknir partígestir eftir sem þóttust ekkert kannast við neitt garðpartí. Förin í snjónum sögðu aðra sögu, eins og sjá má á myndinni sem ég tók:
Gæsir eru skíthælar fuglanna.
laugardagur, 20. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hver er munurinn á mér og Andrési önd? Svarið kemur eftir smá frásögn.
Síðustu 10 ár hef ég hlaupið úti og inni, spilað útikörfubolta, dansað og, undanfarið, lyft lóðum í hlaupaskónnum mínum, þar sem þeir eru uppeyddir í gegn. Skórnir heita Adidas Response og eru mér ó svo kærir.
Í nótt pantaði ég mér svo loksins nýja hlaupaskó á Eastbay, bestu íþróttavörusíðu netsins. Það var ekki laust við að ég fylltist sektarkennd yfir því að svíkja gömlu vini mína svona. En ég verð víst að geta hlaupið, án þess að það sé hlegið að mér. Svo þetta var óumflýjanlegt.
Nýju skórnir heita einnig Adidas Response og eru nánast alveg eins og gamla parið.
Þar hafiði það. Munurinn á mér og Andrési önd er enginn. Við pöntum okkur alltaf sömu fötin/skónna og skömmumst okkur ekkert fyrir það. Ég geng reyndar í nærbuxum.
Síðustu 10 ár hef ég hlaupið úti og inni, spilað útikörfubolta, dansað og, undanfarið, lyft lóðum í hlaupaskónnum mínum, þar sem þeir eru uppeyddir í gegn. Skórnir heita Adidas Response og eru mér ó svo kærir.
Í nótt pantaði ég mér svo loksins nýja hlaupaskó á Eastbay, bestu íþróttavörusíðu netsins. Það var ekki laust við að ég fylltist sektarkennd yfir því að svíkja gömlu vini mína svona. En ég verð víst að geta hlaupið, án þess að það sé hlegið að mér. Svo þetta var óumflýjanlegt.
Nýju skórnir heita einnig Adidas Response og eru nánast alveg eins og gamla parið.
Þar hafiði það. Munurinn á mér og Andrési önd er enginn. Við pöntum okkur alltaf sömu fötin/skónna og skömmumst okkur ekkert fyrir það. Ég geng reyndar í nærbuxum.
föstudagur, 19. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég fagna því þessa dagana að Peugeotinn minn hefur verið til í 10 ár, þar af 5 ár í minni eigu.
Í tilefni af því útbjó ég smá glaðning fyrir hann. Með skrúfjárni. Á húddið á honum. Eftir að hann neitaði að læsa sér um daginn.
Til hamingju með afmælið, fáránlega draslið þitt.
Í tilefni af því útbjó ég smá glaðning fyrir hann. Með skrúfjárni. Á húddið á honum. Eftir að hann neitaði að læsa sér um daginn.
Til hamingju með afmælið, fáránlega draslið þitt.
miðvikudagur, 17. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld fékk ég gullið tækifæri til að komast í vont skap þegar ég gleymdi að taka nærbol og buxur til skiptanna á körfuboltaæfingu. Ég hata nefnilega að spóka mig nærfatalaus.
Ég dó þó ekki ráðalaus og nýtti mér þekkingu sem skapast hefur í gegnum tíð meiðsli mín til að vefja á mig nærbuxur með teygjubandi.
Teygjubandið kláraðist svo ég neyddist til að teipa á mig hlýrabol og sokka. Ég hlakka ekki til að klæða mig úr þeim.
Áætlunin gekk eftir, ég forðaðist vonda skapið með aðstoð hugvits. Ég held því áfram að vera jákvæði sólargeislinn sem allir elska að gnísta tönnum yfir.
Ég dó þó ekki ráðalaus og nýtti mér þekkingu sem skapast hefur í gegnum tíð meiðsli mín til að vefja á mig nærbuxur með teygjubandi.
Teygjubandið kláraðist svo ég neyddist til að teipa á mig hlýrabol og sokka. Ég hlakka ekki til að klæða mig úr þeim.
Áætlunin gekk eftir, ég forðaðist vonda skapið með aðstoð hugvits. Ég held því áfram að vera jákvæði sólargeislinn sem allir elska að gnísta tönnum yfir.
þriðjudagur, 16. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Allskonargagnrýni!
1. [Bíó] Luftslottet som sprängdes (Ísl.: Loftkastalinn sem sprakk)
Ég fór nýlega á þessa mynd í bíó með Sibba. Þetta er þriðja myndin í Millenium þríleiknum sem fjallar um stelpu sem leikur sér að eldinum þegar hún reynir að hefna sín á mönnum sem hata konur.
Myndin er líklega verst af þrennunni þar sem hér er um frekar einfalt lögfræðidrama að ræða á meðan hinar tvær eru meiri spennumyndir. Hún er engu að síður góð. Mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af því að sjá Goth í hlutverki hetjunnar og þá sem geta sofið amk þriðjung myndarinnar (eða heita Sibbi).
3,5 stjörnur af 4.
2. [Bók] Heavier than heaven (Ísl.: Ævisaga Kurt Cobain)
Ég kláraði þessa bók í gær eftir aðeins 2ja mánaða lestur. Bókina hef ég átt í 5 ár en fann hana aftur í flutningum í ágúst síðastliðnum við mikinn fögnuð.
Bókin fjallar um uppáhaldstónlistarmann minn þegar ég var yngri, Kurt Cobain og grátlega ævi hans. Hún er mjög ítarleg og nær að sýna vel hversu skemmdur hann var á undarlegri æsku í bland við snarvitlausa dópneyslu (og enn geðveikari eiginkonu). Bókin staðfestir ennfremur þann grun minn að Kurt Cobain var einlægur holdgervingur rokksins, ólíkt öllu sem er í gangi í dag.
Þessi annars fína bók er eyðilögð með hræðilegum endi, sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir með smá skáldaleyfi.
3 stjörnur af 4.
3. [Jógúrt] Deluxa Soyage Strawberry, gluten and dairy free (Ísl.: Ofursoja jarðarberja jógúrt)
Ákvað að flippa í Hagkaup í kvöld og kaupa mér sojajógúrt með jarðarberjabragði í eftirmat.
Lykt: Ég hef sjaldan fundið jafn góða jógúrtlykt. Nammilykt.
Áferð: Eins og jógúrt þynnt með vatni og blandað í hnerr.
Bragð: Eins og mikið þynntur sorbet ís hrærður saman við helling af vatni. Gott eftirbragð. Sæmilegt fyrirbragð.
Verð: 150 krónur fyrir 145 gramma dollu er fáránlega hátt verð.
Annað: Fer vel í maga og er næstum próteinríkt.
Ef verðið væri lægra myndi ég kaupa þennan viðbjóð oftar. 3 stjörnur af 4.
4. [Þjónusta] Vodafone (Ísl: Vódafón)
Fyrir 14 dögum fór ég með símann minn í viðgerð hjá Vodafone en þar keypti ég hann fyrir 716 dögum (og með honum fylgdi 730 daga ábyrgð).
Afgreiðslufólkið var fljótt að spotta mig og koma til aðstoðar. Ég fékk lánsíma í staðinn, sem er með þeim frumstæðari í bransanum, hleðslutæki og kvittun.
Enn hefur Vodafone ekki gert við símann. 14 dagar ættu að nægja til að gera við hluti í geimstöð NASA, en ekki síma með pínulítla bilun, að því er virðist. Ég bíð áfram, símanúmeralaus (sem fylgja símanum) og með tár á hvarma.
1,5 stjarna af 4.
1. [Bíó] Luftslottet som sprängdes (Ísl.: Loftkastalinn sem sprakk)
Ég fór nýlega á þessa mynd í bíó með Sibba. Þetta er þriðja myndin í Millenium þríleiknum sem fjallar um stelpu sem leikur sér að eldinum þegar hún reynir að hefna sín á mönnum sem hata konur.
Myndin er líklega verst af þrennunni þar sem hér er um frekar einfalt lögfræðidrama að ræða á meðan hinar tvær eru meiri spennumyndir. Hún er engu að síður góð. Mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af því að sjá Goth í hlutverki hetjunnar og þá sem geta sofið amk þriðjung myndarinnar (eða heita Sibbi).
3,5 stjörnur af 4.
2. [Bók] Heavier than heaven (Ísl.: Ævisaga Kurt Cobain)
Ég kláraði þessa bók í gær eftir aðeins 2ja mánaða lestur. Bókina hef ég átt í 5 ár en fann hana aftur í flutningum í ágúst síðastliðnum við mikinn fögnuð.
Bókin fjallar um uppáhaldstónlistarmann minn þegar ég var yngri, Kurt Cobain og grátlega ævi hans. Hún er mjög ítarleg og nær að sýna vel hversu skemmdur hann var á undarlegri æsku í bland við snarvitlausa dópneyslu (og enn geðveikari eiginkonu). Bókin staðfestir ennfremur þann grun minn að Kurt Cobain var einlægur holdgervingur rokksins, ólíkt öllu sem er í gangi í dag.
Þessi annars fína bók er eyðilögð með hræðilegum endi, sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir með smá skáldaleyfi.
3 stjörnur af 4.
3. [Jógúrt] Deluxa Soyage Strawberry, gluten and dairy free (Ísl.: Ofursoja jarðarberja jógúrt)
Ákvað að flippa í Hagkaup í kvöld og kaupa mér sojajógúrt með jarðarberjabragði í eftirmat.
Lykt: Ég hef sjaldan fundið jafn góða jógúrtlykt. Nammilykt.
Áferð: Eins og jógúrt þynnt með vatni og blandað í hnerr.
Bragð: Eins og mikið þynntur sorbet ís hrærður saman við helling af vatni. Gott eftirbragð. Sæmilegt fyrirbragð.
Verð: 150 krónur fyrir 145 gramma dollu er fáránlega hátt verð.
Annað: Fer vel í maga og er næstum próteinríkt.
Ef verðið væri lægra myndi ég kaupa þennan viðbjóð oftar. 3 stjörnur af 4.
4. [Þjónusta] Vodafone (Ísl: Vódafón)
Fyrir 14 dögum fór ég með símann minn í viðgerð hjá Vodafone en þar keypti ég hann fyrir 716 dögum (og með honum fylgdi 730 daga ábyrgð).
Afgreiðslufólkið var fljótt að spotta mig og koma til aðstoðar. Ég fékk lánsíma í staðinn, sem er með þeim frumstæðari í bransanum, hleðslutæki og kvittun.
Enn hefur Vodafone ekki gert við símann. 14 dagar ættu að nægja til að gera við hluti í geimstöð NASA, en ekki síma með pínulítla bilun, að því er virðist. Ég bíð áfram, símanúmeralaus (sem fylgja símanum) og með tár á hvarma.
1,5 stjarna af 4.
laugardagur, 13. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í myndinni Sydney White, sem ég horfði ekki á í kvöld og skemmti mér alls ekki vel yfir, var setningin "I love you dad" þýdd sem "Bless, pabbi minn".
Nokkuð góð þýðing. Næstum betri en þýðingin "Þú ert bestur" á sömu línu í annarri mynd sem ég sá nýlega.
Það vita auðvitað allir að "I love you" þýðir "Þú ert mér kær".
Nokkuð góð þýðing. Næstum betri en þýðingin "Þú ert bestur" á sömu línu í annarri mynd sem ég sá nýlega.
Það vita auðvitað allir að "I love you" þýðir "Þú ert mér kær".
fimmtudagur, 11. mars 2010
miðvikudagur, 10. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hversdagslegar smásögur úr lífi mínu:
1. Frí
Á þessum tíma árs fæ ég alltaf póst frá yfirmanni mínum þar sem mér er tilkynnt að ég eigi inni sumarfrí frá í fyrra og að ég þurfi að eyða því fyrir 1. maí, ellegar ég tapi því að eilífu.
Ég tók því frí í dag. Vaknaði kl 15:00. Þvoði þvott. Gott frí.
Við þvottinn tók ég eftir að ég á 18 pör af sokkum, 18 hágæða nærbuxur, 17 hlýraboli og 1 venjulegan bol. Alveg óvart.
2. Síðasti leikurinn
Í gærkvöldi spilaði UMFÁ síðasta heimaleikinn sinn í vetur þegar það vann KKF Þóri í kynferðislega æsispennandi leik, 93-80.
UMFÁ hefur þá unnið tólf leiki, tapað tveimur og er mjög örugglega í fyrsta sæti B riðils 2. deildar. Einn útileikur er eftir ásamt úrslitakeppninni um sæti í 1. deild.
Það stefnir allt í að ég nái að klára heilt tímabil án þess að hvorki meiðast líkamlega né andlega. Ótrúlegur árangur. Svipað ótrúlegur og að kasta lafþunnu glasi af alefli í vegg án þess að það brotni, svo viðkvæmur er ég.
3. Mústassmars
Ég ákvað að safna yfirvaraskeggi í mars til vera ekki öðruvísi. Ég stofnaði þó ekki áheitasíðu, ennþá, þar sem ég veit ekki hversu lengi ég get verið með yfirvaraskegg án þess að tryllast (úr hamingju. Og raka það af í kjölfarið).
Ég hlakka til að ganga um götur Reykjavíkur með yfirvaraskeggið í lok mars og þykjast vera í Póllandi eða í Portúgal, þar sem allir eru alltaf með yfirvaraskegg.
1. Frí
Á þessum tíma árs fæ ég alltaf póst frá yfirmanni mínum þar sem mér er tilkynnt að ég eigi inni sumarfrí frá í fyrra og að ég þurfi að eyða því fyrir 1. maí, ellegar ég tapi því að eilífu.
Ég tók því frí í dag. Vaknaði kl 15:00. Þvoði þvott. Gott frí.
Við þvottinn tók ég eftir að ég á 18 pör af sokkum, 18 hágæða nærbuxur, 17 hlýraboli og 1 venjulegan bol. Alveg óvart.
2. Síðasti leikurinn
Í gærkvöldi spilaði UMFÁ síðasta heimaleikinn sinn í vetur þegar það vann KKF Þóri í kynferðislega æsispennandi leik, 93-80.
UMFÁ hefur þá unnið tólf leiki, tapað tveimur og er mjög örugglega í fyrsta sæti B riðils 2. deildar. Einn útileikur er eftir ásamt úrslitakeppninni um sæti í 1. deild.
Það stefnir allt í að ég nái að klára heilt tímabil án þess að hvorki meiðast líkamlega né andlega. Ótrúlegur árangur. Svipað ótrúlegur og að kasta lafþunnu glasi af alefli í vegg án þess að það brotni, svo viðkvæmur er ég.
3. Mústassmars
Ég ákvað að safna yfirvaraskeggi í mars til vera ekki öðruvísi. Ég stofnaði þó ekki áheitasíðu, ennþá, þar sem ég veit ekki hversu lengi ég get verið með yfirvaraskegg án þess að tryllast (úr hamingju. Og raka það af í kjölfarið).
Ég hlakka til að ganga um götur Reykjavíkur með yfirvaraskeggið í lok mars og þykjast vera í Póllandi eða í Portúgal, þar sem allir eru alltaf með yfirvaraskegg.
sunnudagur, 7. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi fór ég á myndina Shutter Island í Smáralindinni með pabba. Það sem var óvenjulegt við þessa ferð var að andlitið á mér innihélt yfirvaraskegg. Var þetta í fyrsta sinn sem ég fer á meðal almennings með eitt svoleiðis. En nóg um það.
Shutter Island fjallar um lögreglumenn sem fara til Shutter eyju við Boston, þar sem geðsjúkrahús fyrir snargeðveikt fólk er, til að kanna hvarf sjúklings. Eitt leiðir að öðru og áður en áhorfandi veit af er allt orðið vitlaust úr spennu.
Myndin er löng, virðuleg, tignarleg, skemmtileg, spennandi og dramatísk. Nákvæmlega eins og yfirvaraskeggið mitt.
Myndin er þó sérstaklega vel leikin. Hún fær þrjár stjörnur af fjórum frá mér.
föstudagur, 5. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
DV hefur leiðrétt forsíðu gærdagsins og sent mér afsökunarbeiðni á mistökunum.
Miklu betra. Ég mun sofa vært í nótt.
[Takk NBA Ísland]
Miklu betra. Ég mun sofa vært í nótt.
[Takk NBA Ísland]
fimmtudagur, 4. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir næstum tveimur árum birti DV ranga mynd af mér á forsíðunni (sjá hér). Í dag gerðist það aftur.
Ég mæli með því að DV tékki á staðreyndum áður en það birtir svona forsíður. Ég hef til dæmis aldrei gengið með slaufu eða tengst Frumherja á neinn hátt. Eða litið svona út.
Ég mæli með því að DV tékki á staðreyndum áður en það birtir svona forsíður. Ég hef til dæmis aldrei gengið með slaufu eða tengst Frumherja á neinn hátt. Eða litið svona út.
miðvikudagur, 3. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Af öllum bilunum bíls míns (og þær skipta tugum, ef ekki hundruðum), er sú nýjasta bæði einkennilegust og skemmtilegust.
Bilunin lýsir sér þannig að skráargatið á framhurðinni bílstjóramegin datt af bílnum í gærkvöldi þegar ég reyndi að læsa honum. Ég fann skráargatið aftur og tróð því í gatið sem var eftir í hurðinni og læsti hurðinni farþegamegin.
Núna hangir skráargatið hálft úr gatinu og það eina sem ég þarf að gera til að læsa hurðinni er að ýta því inn. Mjög þægilegt. Það poppar svo hálft út þegar ég tek lásinn af.
Ég hefði tekið mynd af þessu ef síminn hefði ekki bilað í morgun. Pant aldrei fá mér gæludýr. Flest sem ég snerti bilar (eða bilast).
Bilunin lýsir sér þannig að skráargatið á framhurðinni bílstjóramegin datt af bílnum í gærkvöldi þegar ég reyndi að læsa honum. Ég fann skráargatið aftur og tróð því í gatið sem var eftir í hurðinni og læsti hurðinni farþegamegin.
Núna hangir skráargatið hálft úr gatinu og það eina sem ég þarf að gera til að læsa hurðinni er að ýta því inn. Mjög þægilegt. Það poppar svo hálft út þegar ég tek lásinn af.
Ég hefði tekið mynd af þessu ef síminn hefði ekki bilað í morgun. Pant aldrei fá mér gæludýr. Flest sem ég snerti bilar (eða bilast).
þriðjudagur, 2. mars 2010
mánudagur, 1. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég ákvað, áður en ég fór fram úr rúminu í morgun, að í dag ætlaði ég að gera eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður.
Það liðu 2 mínútur þar til því var lokið en þá kveikti ég ljósið í eldhúsinu sem hvellsprakk með þeim afleiðingum að ég öskraði talsvert hátt í gegnum nefið einhvernveginn, sem ég hef aldrei gert áður.
Restin af deginum var rútína.
Það liðu 2 mínútur þar til því var lokið en þá kveikti ég ljósið í eldhúsinu sem hvellsprakk með þeim afleiðingum að ég öskraði talsvert hátt í gegnum nefið einhvernveginn, sem ég hef aldrei gert áður.
Restin af deginum var rútína.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)