Í kvöld ákvað ég að bregða undir mig betri fætinum og bjóða Helga bróður út að borða í tilefni afmælis hans. Fyrir valinu varð Söluskálinn á Egilsstöðum.
Ég á það til að stressast upp í afgreiðslum og taka frekar vondar ákvarðanir. Þessi afgreiðsla var engin undantekning því ég pantaði mér grísasamloku.
Ef einhver veit ekki hvað grísasamloka er þá má sjá hana hér að neðan:
Í samlokunni voru:
* Hálf harðnað hamborgarabrauð.
* Ca sentimetra lag af remúlaði.
* Einhver klessa sem var laus í sér, sennilega hálfdauður grís.
* Tvær tómatsneiðar.
* Dass af káli.
* Meira remúlaði.
Þetta er án efa versta afsökun fyrir máltíð sem ég hef látið inn fyrir mínar varir (that's what she said), enda lét ég staðar numið eftir tvo bita, annar hverra var bara hvítt hamborgarabrauð og remúlaði.
Betra er að taka fram að ég snæði oft í Söluskálanum og hef alltaf fengið góða máltíð og þjónustu. Þetta var því sennilega skyndiákvörðuninni hjá mér að kenna. Aldrei aftur mun ég velja grísasamloku.
Ég ákvað því að kvarta ekki. Aðallega þó vegna þess að ég hafði svo gaman af þessari styttu sem horfði á mig reyna að borða:
Stærsta gyllinæð sem ég hef séð á styttu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.