Í gær fór ég nánast kviknakinn í sundlaug Egilsstaða í mínus 16 gráðu hita. Hárið á mér og annar handleggurinn náði að frjósa í gegn áður en ég komst í laugina.
Þetta hef ég gert daglega frá því ég kom hingað, ef undan eru taldir stærstu hátíðardagarnir en þá hef ég farið út að labba þar til ég finn ekki lengur fyrir andlitinu á mér.
Þegar ég leit svo í spegil í morgun brá mér í brún. Svo kulnaður er ég í andlitinu að ég gubbaði. Það er Kodak augnablik:
Annars hef ég skipt um athugasemdakerfi í fyrsta sinn frá upphafi síðunnar. Það byrjar eitthvað erfiðlega, en svo virðist sem það ljúgi til um fjölda athugasemda.
Ég laga það á næstu dögum og bæti fídusum við það. Tillögur eru vel þegnar. Í athugasemdakerfinu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.