Síður

mánudagur, 2. janúar 2006

Hér er það helsta sem gerðist hjá mér á árinu 2005:

Janúar
* Fékk nýja úlpu. Oki bláu úlpunnar lokið.
* Missti disk í mötuneyti HR. Mjög vandræðalegt.
* Fékk tryllta ælupest sem entist í tvo og hálfan dag og kostaði mig 5 kg.
* Stofnaði gsmbloggsíðuna.
* Ritaði minn fyrsta pistil í Austurgluggann.

Febrúar
* Skipti yfir í Vodafone símafyrirtækið.

Mars
* Annar pistill fyrir Austurgluggann saminn og birtur.
* Hundleiðinlegur mánuður.

Apríl
* Kenndi fólki bjarna- og bolabreiðu fyrir próf í HR (minn fyrsti 'dæmatími')
* Pantaði mér ný gleraugu.

Maí
* Þriðji og síðasti pistill skrifaður fyrir Austurgluggann og birtur.
* Fór austur að vinna á Skattstofu Austurlands.

Júní
* Leigði með Esther Ösp á Egilsstöðum.
* Hóf lyftingar. Fyrst með Guggi og síðar með Soffíu.
* Hóf bandýspilun.
* Yfir 250 tímar unnir á skattstofunni.
* Keypti prótein og annað tengt fyrir kr. 17.000.

Júlí
* Eins dags frí á vinnubrjálæðinu. 42 vinnudagar í röð komnir.
* Keppti í austurlandsmóti í bandý. Lenti í öðru sæti með Soffíu og Karólínu í liði.
* Átti minn besta afmælisdag hingað til.

Ágúst
* Eignaðist kærustu og það enga venjulega; Soffíu Sveins.
* Stofnaði Arthúr myndasögurnar með Jónasi.
* Fór í ferð um landið með Soffíu og Sigrúnu Önnu.
* Verslaði mér nýja myndavél.
* Verslaði mér lénið rassgat.org
* Yfirgaf austurlandið fyrir Reykjavík, 8 kílóum þyngri og nánast skuldlaus.
* Keyrði í fyrsta sinn í Reykjavík á vínrauðu þrumunni.

September (Nördamánuðurinn)
* Stofnaði nýja myndasíðu.
* Stofnaði nýtt spjallborð.
* Stofnaði nýja fjórfarasíðu.
* Skráði mig í skákklúbb HR.
* Grein um okkur Jónas birtist í DV, vegna Arthúrs.
* Skipti yfir í símafyrirtækið Síminn hvað gsm þjónustu varðar.
* Keppti með UÍA á Íslandsmeistaramótinu í Bandý. Við lentum í 4. sæti.
* Ritaði smá sprell pistil um launajafnrétti kynjanna við góðar undirtektir kvenna.

Október
* Styrmir bróðir eignast sitt annað barn með Lourdes, konu sinni.
* Opnaði tónlistarsíðu með Garðari. Þarfnast uppfæringar.
* Lært!

Nóvember
* Fór á White Stripes tónleika með Soffíu. Bestu tónleikar sem ég hef farið á.
* Ég, ásamt ca 45 öðrum, hélt ráðstefnu í HR með góðum árangri.
* Endanlegur tvífari minn finnst.
* Byrjaði að keppa í utandeild Breiðabliks í körfubolta með Forsetanum, liði Álftarnes.

Desember
* Keypti mitt fyrsta belti. Eitthvað sem ég hef þurft í, á að giska, 94 milljónir sekúnda.
* Fór austur á land. Vann á skattstofunni í fríinu.
* Fékk mína hæstu meðaleinkunn; 8,8 fyrir önnina.
* Átti mín bestu jól frá upphafi fyrir tilstilli Soffíu.

Í grófum dráttum;

Ég hef aldrei...
...unnið jafn mikið á jafn stuttum tíma og í sumar.
...lyft jafn mikið af lóðum.
...verið jafn upptekinn á einu ári.
...verið tekinn jafn oft af lögreglunni fyrir of hraðan akstur.
...verið jafn gamall og ég er núna.
...fengið jafn háa meðaleinkunn.
...áður verið fullkomlega ánægður með lífið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.