Síður

þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Körfuboltaliðið mitt spilaði gegn Reyni Sandgerði í gærkvöldi í 2. deildinni. Fyrir leikinn var UMFÁ í efsta sæti B riðils með 14 stig og Reynir Sandgerði í 2. sæti með 12 stig.

Við unnum leikinn 74-63 og erum nú fjórum stigum á undan næsta liði og fimm leikir eftir af tímabilinu. Ég er svo ánægður að mér er flökurt.

Ég hugsa að þessi leikur hafi verið minn besti hingað til. Hér er tölfræðin mín ca:
  • Fékk einn olnboga í andlitið og er með laskað (en þó gullfallegt) lítið nef.
  • Var sleginn í andlitið undir lokin. Meira andlegur skaði en líkamlegur.
  • Skoraði 14 stig. Þar af 8 af vítalínunni.
  • Var olnbogaður í síðuna. Hef varla getað gengið uppréttur í dag.
  • Tók 10 fráköst. Veraldleg fráköst. Ekki huglæg eins og síðast.
  • Skar mig á hendi í upphitun við að gefa hæ fæv.
Flestir myndu ekki finna fyrir þessum barsmíðum. Það er sennilega vegna þess að flestir eru ekki viðkvæm blóm eins og ég.

Hér er full tölfræði liðsins og að neðan er video frá helstu atriðum leiksins.


Mæli með því að fólk smelli á videoið og opni það þannig í fullri stærð. Svo liggur beinast við að niðurhala því ólöglega, skrifa á DVD disk og sýna í næsta partíi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.