Síður

fimmtudagur, 31. desember 2009

Í tilefni síðasta dags ársins fer ég yfir áramótaheiti ársins 2009:

1. Drekka meira áfengi.
Á árinu 2008 drakk ég áfengi tvisvar. 2009 drakk ég áfengi fimm sinnum. Tókst.

2. Fara á fleiri viðburði.
Ég fór aðallega í bíó, matarboð og á körfuboltaleiki. Fór ekki á neina tónleika né dansiböll. Lélegur árangur.

3. Þyngjast meira.
Náði 96 kílóum í maí sem er persónulegt met. Tókst.

4. Sofa meira.
Svaf um sex tíma að meðaltali á nóttu. Alls ekki nógu gott. Hræðilegur árangur.

5. Verða ákveðnari.
Ég held að ég hafi lítið breyst hvað ákveðni varðar. Áframhaldandi verkefni á árinu 2010. Lélegur árangur.

6. Verða óhjálpsamari.
Ég held ég hafi ekki verið svo hjálpsamur fyrir. Ógilt áramótaheiti.

7. Verða sjálfhverfari.
Ég held að það sé ekki hægt að verða mikið sjálfhverfari en að reka bloggsíðu um daglegt líf mitt. Góður árangur.

8. Verða almennt verri maður.
Ég held ég geti ekki orðið verri maður en ég var á árinu 2008. Hræðilegur árangur.

Áramótaheitin 2010, yfirlit ársins 2009 og myndayfirlit, svo eitthvað sé nefnt, kemur næstu daga.

Gleðilegt ár og takk fyrir lesturinn og samverustundirnar á árinu sem er að líða. Sjáumst á því nýja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.