Síður

sunnudagur, 21. september 2008


Myndina hér að ofan sá ég fyrir ca hálfu ári síðan án þess að fá útskýringu hvað þetta væri. Þið getið séð stærra eintak ef þið smellið á hana. Eftirfarandi spurningar vöknuðu:

1. Af hverju heldur maður konu á meðan annar maður hellir yfir hana mjólk?
2. Af hverju er einn náunginn ber að ofan?
3. Af hverju eru þau í sturtuklefa eða í flísalögðu herbergi?
4. Af hverju er mjólkurhellarinn öskrandi?
5. Hver á hvaða hendi?
6. Hvaða bleyta er þetta á gula bolnum?

Ég held það hafi ekki verið fleiri spurningar.

Jú, kannski ein eða tvær:

7. HVAÐA SKRÍMSLI ER ÞETTA Á MYNDINNI?!
8. Af hverju er því haldið niðri á meðan mjólk er hellt yfir konu?
9. Hvaða svipur er þetta á því?
10. Af hverju er það alsbert?
11. Af hverju pissaði ég á mig við að sjá þessa mynd?

Núna, rúmu hálfu ári síðar hef ég komist að niðurstöðu.

Skrímslið heitir Joshua og er hann aðalhlutverk ljósmyndasýningar Charlie White, Understanding Joshua (Ísl.: Baldni folinn), sem fjallar um óöryggi karlmanna. Þessi mynd, sem heitir Getting Linsay Linton (Ísl.: Náun Linsay Linton) táknar semsagt óöryggi karlmanna. Það svarar öllum spurningunum hér að ofan.

Joshua er brúða og Charlie White er svokallaður geðsjúklingur.

Hér eru fleiri myndir úr sömu seríu:

Coctail party.
Fantasy.
Her place.
Ken's Basement.
Sherri's living room.

Sofið vel.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.