Síður

fimmtudagur, 18. ágúst 2005

Þegar litið er til baka eru minningarnar yfirleitt betri en það sem maður upplifir þann daginn. Ástæðan er einföld, litlu atriðin gleymast. Hér eru því nokkur atriði sem ég mun ekki muna þegar ég lít til baka á þessa dagsetningu og öskra úr sorg yfir, að ég held, fullkomnum degi:

* Ég er sjúklega svangur.
* Ég hef sjaldan verið jafn líkamlega þreyttur og í dag.
* Mig klæjar endalaust í vinstra auga og hægra eyra.
* Ég hef áhyggjur af peningum.
* Ég kvíði því að fara til Reykjavíkur.
* Ég er ósáttur við hversu slöpp þessi færsla er.
* Latexofurhetjubúningurinn, sem ég er alltaf í innanundir, er orðinn svolítið þröngur og það skapar óþægindi.
* Ég þjáist af leti.

Þetta skal ég svo lesa yfir þegar ég sakna þessa tíma og velti fyrir mér af hverju ég naut lífsins ekki meira.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.