Mér finnast eftirtalin atriði mjög furðuleg:
* Á tækniöld sem þessari þegar allir eiga myndavél, virðist framboð mynda af draugum, geimverum og öðrum ólíklegum hlutum ekkert aukast.
* Draugar virðast geta sagt heilu setningarnar við "miðla" um það sem mun gerast eða það sem á að gera en geta hinsvegar aldrei sagt nöfn nógu skýrt. Skrítið.
* Engar sannanir eru til fyrir neinum guði. Ein skáldsaga er notuð sem aðal sönnunargagnið fyrir vesturlandaguðinn. Samt trúa nánast allir á þetta. Hvort er líklegra að einhver risa andi hafi búið til heiminn og vaki yfir öllu eða að þetta sé allt heilaþvottur og skáldskapur?
* Lýðræði. Fólk er fífl. Eigum við að láta fífl ráða?
Ekki að ég sé að gagnrýna. Fólk má trúa því sem það vill auðvitað. Spá mín er að það muni kvikna í nokkrum af reiði í kjölfar þessarar færslu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.