Síður

mánudagur, 23. maí 2005

Hér eru nokkur atriði sem ég þarf að klára næstu daga þar sem ég er nýkominn á austurlandið:

* Koma bílnum mínum í gang, í viðgerð og í gegnum skoðun.
* Fara til læknis vegna ónýts fótar.
* Fara í klippingu áður en ég slasa einhvern.
* Flytja í leiguíbúð og koma mér upp.
* Hætta að hugsa svona mikið.
* Kaupa endalaust af smádóti (inniskó, tannkrem og flr.).
* Kaupa mér sund- og lyftingakort í íþróttahúsi Egilsstaða.
* Moka snjó, ef fer fram sem horfir með sumarið hérna.
* Halda mér uppteknum.

Fyrir utan auðvitað að koma mér inn í skattstofustarfið og vinna þar baki brotnu í sumar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.